Lundarskóli

Hagnýtar upplýsingar um val nemenda

Í stundaskrá nemenda í 8., 9. og 10. bekk eru 37 kennslustundir. Af þeim eru 6 stundir í valgreinum. Þannig hafa nemendur töluvert tækifæri til að hafa áhrif á grunnskólanám sitt. Valið skiptir miklu máli og gott að hafa þætti eins og áhugasvið og framtíðaráform í huga og athuga að velja sjálfstætt út frá eigin áhuga. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að nám í valgreinum er ekki frábrugðið námi í öðrum greinum, þar gilda sömu reglur um mætingu o.þ.h. og í kjarnagreinum.

Skólaárið 2021-2022 geta nemendur valið úr fjölmörgum greinum sem nánar eru kynntar hér. Markmiðið er að bjóða upp á fjölbreytt úrval valmöguleika og von okkar er sú að allir geti fundið sér áhugaverðar og spennandi greinar.

Flestar greinar eru opnar fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk en þó eru nokkrar einungis fyrir 9. og 10. bekk. Vinsamlegast hafið það hugfast.

Almennt samsvarar hver grein 2 kennslustundum á viku og eru kenndar hálfan vetur hver og því þarf að velja sérstaklega fyrir hvora önn.

Samvalsgreinar eru kenndar í grunnskólum bæjarins, nokkrar í VMA og á fleiri stöðum. Reiknað er með að nemendur geti nýtt sér strætisvagnakerfi bæjarins til að komast milli staða.

Fyrstu 1-2 vikur í valgrein getur verið mögulegt að skipta um grein en þó er slíkt alltaf háð aðstæðum í hverju tilviki fyrir sig.
Eftir þann tíma er ekki hægt að skipta milli greina og því mikilvægt að vanda valið vel.

Nemendur eiga kost á að fá nám við sérskóla metið sem og ýmiskonar félags- og/eða íþróttaiðkun ásamt þjálfun hjá íþróttafélagi. Einfalt metið val samsvarar tómstundastarfi 1-5 klst. á viku. Tvöfalt metið val samsvarar iðkun í 5 klst. eða meira á viku í íþróttum, þjálfun eða félagsstarfi. Einnig geta nemendur fengið fjarnám við framhaldsskóla metið.

Til staðfestingar þátttöku í metnu vali þarf að skila staðfestingu á ástundun í sept/okt á þar til gerðu eyðublaði sem nemendur fá hjá deildarstjóra.

Nemendur og foreldrar bera fulla ábyrgð á iðkun í metnu vali og skilum á staðfestingu til að starfið fáist metið. Ef breyting verður á, eða nemendur hætta að iðka þá tómstund sem metin er ber að tilkynna það strax til skóla til að hægt sé að bæta inn valgrein strax.

Athugið að metið val má að hámarki koma í stað 4 kest. á viku. Foreldrar bera allan kostnað af tómstundastarfi sem óskað er eftir að fá metið með þessum hætti.

Nemendum og foreldrum/forráðamönnum er velkomið að ráðfæra sig við Fjólu Dögg Gunnarsdóttur, deildarstjóra (fjolad@akmennt.is) ef spurningar vakna. Sími skólans er 462-4888.

Valinu þarf að skila inn í síðasta lagi 21.maí 2021.


Innanskólaval

Aðstoð við bóknám

Bakstur

Félagsmiðstöðvaval

FIRST LEGO League

Skólahreysti

Smíðar og fab-lab

Leiklist

Skemmtileg úti og innivera

Nám og störf

Starfsnám í skóla

Samskólaval

Afrekshópur - fótbolti

Afrekshópur - handbolti

Aðhlynning og umönnun

Athyglisverð umhverfismál

Brettapark

Dans - Jazz/Lyrical/Comercial

Fluguhnýtingar og stangveiði

Franska haustönn

Franska vorönn (framhald)

Förðun

Hársnyrtiiðn

Hjólaval

Hnefaleikaskólinn

Hnýtingar

Iðnir og tækni - Slippurinn

Íslenska sem annað mál

Klúbbaval

Körfuboltaskóli

LEGO

Leiklist

Leir, leður og mósaík

Líkamsrækt

Norður - WOD

Matreiðsla

Píla

Prjón og hekl

Rafiðnir (IGK1812)

Rafíþróttir

Rokk

Rúnk og réttindi - kynfræðslan sem vantaði

Liðkun-teygjur og slökun

Skák

Skíði og bretti

Skrautskrift fyrir byrjendur

Smíðar og hönnun

Spaðaíþróttir

Stærðfræði

Tækni, ljósastýring, sviðshönnun

Undirbúningur fyrir ökunám

Útivist og hreyfing

Útivistarval að vori

Yoga

Þjónusta/framreiðsla