SAMSKÓLAVAL

Prjón og hekl

Prjón og hekl fyrir 8. - 10. bekk

Markmið: Að æfa færni í að prjóna eftir einföldum uppskriftum, prjóna með tveimur eða fleiri litum í einu, prjóna með 5 prjónum og hanna eigið munstur. Einnig að æfa færni í að hekla eftir einföldum uppskriftum. Mikilvægt er að tileinka sér ýmis tákn sem gilda í uppskriftum bæði í prjóni og hekli.

Námsgögn: Prjónablöð t.d. Lopi, Ýr og fleira (sokkaprjónar, hringprjónar) og garn- léttlopi, hespulopi, o.fl.

Kennsluhættir: Farið yfir helstu táknin í munstrum, úrtöku og útaukningu í prjóni og hekli. Nemendur geri 10 prufur og setja í möppu ásamt munstri. Skyldustykkin verða til dæmis: prjónaðir vettlingar, prjónaðir sokkar, heklað sjal, hyrna eða hekluð taska. Þegar nemendur hafa lokið skyldustykkjum er frjáls vinna. Nemendur fá garn í prufur og skyldustykkin.

Námsmat: Ástundun, símat út frá handverki nemenda, prufumöppu og viðmið úr námskrá

Valgreinin verður kennd í Rósenborg á þriðjudögum kl. 14:00 - 15:20 á vorönn.