Brekkuskóli

Upplýsingar um val nemenda

Í stundaskrá eru alls 37 kennslustundir. Af þeim eru 6 stundir í 8. bekk og 8 stundir í 9. og 10. bekk í valgreinum. Þannig hafa nemendur töluvert tækifæri til að hafa áhrif á grunnskólanám sitt. Valið skiptir miklu máli og gott að hafa þætti eins og áhugasvið og framtíðaráform í huga og athuga að velja sjálfstætt.

Munið að velja fyrir báðar annir!!

Mikilvægt er að hafa í hugaí valgreinum gilda sömu reglur um mætingu og ástundun og í öðru grunnskólanámi.

Samvalsgreinar eru kenndar í grunnskólum bæjarins, nokkrar í VMA og á fleiri stöðum. Reiknað er með að nemendur geti nýtt sér strætisvagnakerfi bæjarins til að komast milli staða.

Ekki er víst að hægt verði að verða við öllum óskum nemenda um valgrein. Greinar geta fallið niður vegna lítillar þátttöku eða annarra ófyrirséðra orsaka. Einnig getur komið fyrir að fleiri sækja í greinar en hægt er að koma að.

Fyrstu 1-2 vikur í valgrein er getur verið mögulegt að skipta um grein en þó er slíkt alltaf háð aðstæðum í hverju tilviki fyrir sig. Eftir þann tíma er ekki hægt að skipta milli greina.

Nemendur eiga þess kost að fá félagsstarf eða nám utan skólans metið sem valgrein. Að hausti þarf að skila inn staðfestingu frá þjálfara/kennara/umsjónaraðila og foreldri/forrráðamanni á þar til gerðu eyðublaði frá skólanum. Að vori mun skóli óska eftir upplýsingum um ástundun nemandans. Nemendur og foreldrar bera ábyrgð á ástundun í metnu vali. Athugið að starfsemi utan skólans má að hámarki meta sem fjórar kennslustundir á viku. Foreldrar bera allan kostnað af tómstundastarfi sem óskað er eftir að fá metið með þessum hætti.

Valinu þarf að skila inn í síðasta lagi 19. maí 2021.

Innanskólaval

Bóknámsval 8.-10.b

Borðspil 8.-10.b

Fatahönnun 8.-10.b

Félagsmálafræði 9.-10.b

Íþróttir 8.-10.b

Leir, pappi og Stop Motion 8.-10.b

Leirmótun 8.-10.b

Lífsstíll og vellíðan 8.-10.b

Málverk 8.-10.b

Matur og bakstur 8.-10.b

Myndlist 8.-10.b

Smíðar / Hönnun 8.-10.b

Samskólaval

Afrekshópur - fótbolti 9.-10.b

Afrekshópur - handbolti 9.-10.b

Aðhlynning og umönnun 9.-10.b

Athyglisverð umhverfismál 8.-10.b

Brettapark 8.-10.b

Dans - Jazz/Lyrical/Comercial 8.-10.b

Fluguhnýtingar og stangveiði 8.-10.b

Franska haustönn 8.-10.b

Franska vorönn (framhald) 8.-10.b

Förðun 8.-10.b

Hársnyrtiiðn 9.-10.b

Hjólaval 8.-10.b

Hnefaleikaskólinn 9.-10.b

Hnýtingar 8.-10.b

Iðnir og tækni - Slippurinn 9.-10.b

Íslenska sem annað mál 8.-10.b

Klúbbaval 8.-10.b

Körfuboltaskóli 8.-10.b

LEGO 8.-10.b

Leiklist 8.-10.b

Leir, leður og mósaík 8.-10.b

Líkamsrækt 9.-10.b

Norður - WOD 9.-10.b

Matreiðsla 9.-10.b

Píla 8.-10.b

Prjón og hekl 8.-10.b

Rafiðnir (IGK1812) 9.-10.b

Rafíþróttir 8.-10.b

Rokk 8.-10.b

Rúnk og réttindi - kynfræðslan sem vantaði 8.-10.b

Liðkun-teygjur og slökun 8.-10.b

Skák 8.-10.b

Skíði og bretti 8.-10.b

Skrautskrift fyrir byrjendur 8.-10.b

Smíðar og hönnun 8.-10.b

Spaðaíþróttir 8.-10.b

Stærðfræði

Tækni, ljósastýring, sviðshönnun 8.-10.b

Undirbúningur fyrir ökunám 10.b.

Útivist og hreyfing 8.-10.b

Útivistarval að vori 8.-10.b

Yoga 8.-10.b

Þjónusta/framreiðsla 9.-10.b