SAMSKÓLAVAL

Iðnir og tækni - Slippurinn - fyrir 9. og 10. bekk.

Iðnir og tækni - Slippurinn - fyrir 9. og 10. bekk.

Kynning á iðn- og tæknistörfum, ætluð nemendum í 9. og 10. bekk í grunnskólum á Akureyri.

Stúlkur eru hvattar til að sækja um þessa valgrein.

Markmið: Valáfanganum er ætlað að vekja áhuga nemandans á iðn- og tæknigreinum og kynna honum fjölbreytt störf og starfstækifæri sem þær greinar hafa upp á að bjóða. Námið er fjölbreytt og byggir á fræðslu, vettvangsferðum og verklegum æfingum.

Námið fer fram í Slippnum og þeir sem halda utan um áfangann eru iðn- og tæknimenntað starfsfólk Slippsins ásamt umsjónaraðila frá grunnskólum Akureyrar.

Skilyrði fyrir þátttöku er góð skólasókn í 8. og 9. bekk.

Gert er ráð fyrir þátttöku stráka og stelpna í greininni.

Hæfniviðmið:

Að kynna nemendum þau fjölbreyttu tækifæri sem liggja í iðn- og tæknigreinum

Að nemendur fræðist um iðn- og tæknistörf sem unnin eru í Slippnum og DNG. Þær greinar sem sérstaklega verða kynntar eru vélsmíði, stálsmíði, rennismíði og tæknistörf í DNG.

Að nemendur upplifi hvernig er að vinna við iðn- og tæknistörf

Að nemendur fái fræðslu um öryggismál

Námsþættir: Námið er fjölbreytt og er bæði verklegt og bóklegt og miðar að því að tengjast atvinnulífinu. Farið verður í vettvangsferðir og verður heimasíða og samfélagsmiðlar nýttir til kynningar á valgreininni (dagbók, viðtöl, myndbönd, ljósmyndir o.fl.).

Matsviðmið: Ástundun, þátttaka og skil á vefdagbók.

Greinin fer fram á föstudögum í Slippnum og fleiri fyrirtækjum á vorönn kl. 13:30-15:10.