SAMSKÓLAVAL

Franska vorönn 8.-10. bekk (framhald)

Franska vorönn 8.-10. bekk (framhald)

Markmið áfangans eru:

  • að nemendur auki við orðaforða sinn.

  • að nemendur bæti málfræðikunnáttu sína.

  • að nemendur þjálfi talað mál.

  • að nemendur fái aukna þjálfun í að hlusta á talað franskt mál.

  • að nemendur kynnist enn frekar franskri menningu.

Námsefni: Lesbók og vinnubókin Carte blanche. Kennari velur einnig efni úr öðrum bókum, auk þess að sýna franskar kvikmyndir og velja tónlistarefni.

Meðal annars verður unnið með orðaforða tengdum fjölskyldunni, líkamanum, frönsku eldhúsi og náttúru Íslands. Nemendur kynna sér franskt samfélag og vinna verkefni sem tengist því. Bætt verður við málfræðiatriðum, svo sem beygingu sagna, neitun og þátíð. Aukin áhersla er lögð á talað mál og hlustun.

Kennsluhættir: Leitast verður við að nota fjölbreytta kennsluhætti. Leikir, innlögn á töflu, hlustun, tjáning og samvinnunám verða höfð í fyrirrúmi í bland við einstaklingsverkefni.

Námsmat: Um verður að ræða leiðsagnar- og frammistöðumat yfir önnina þar sem kennari leiðbeinir hverjum nemanda á einstaklingsmiðaðan hátt.

Kennt í Lundarskóla kl. 14 á miðvikudögum.