SAMSKÓLAVAL

Matreiðsla VMA fyrir 9. og 10. bekk


Matreiðsla VMA fyrir 9. og 10. bekk

Markmiðið er að nemendur fái innsýn í störf tengd matreiðslu, fái fræðslu um nám og störf matartækna og matreiðslumanna. Nemendur útbúa ýmsa einfalda rétti, fræðast um matseðla, næringu og hollustu. Nemendur fá fræðslu um mikilvægi hreinlætis við matreiðslu og framreiðslu.

Kennsla fer fram í tveimur hópum á mánudögum og miðvikudögum kl. 14:00-16:10 á vorönn í VMA.