SAMSKÓLAVAL

Leir, leður og mósaík fyrir 8. – 10. bekk.

Leir, leður og mósaík fyrir 8. – 10. bekk.

Leðurvinna

Unnið verður með leður og geta nemendur valið um að gera t.d. handsaumuð pennaveski, litlar töskur, peningabuddur, seðlaveski og lyklakippur, skartgripi, nælur, armbönd, belti og hálsskart. Einnig saumað stærri töskur, formað grímur og myndverk og skreytt með perlum hrosshári og fl.

Leirmótun

Nemendur vinna leirmuni að eigin vali, í samráði við kennara, sem fela í sér hugmyndavinnu, verklega útfærslu og myndræna framsetningu í formi og lit. Kynntar verða mismunandi aðferðir við leirmótun, hönnun hluta, áferð, munsturgerð og litaval og unnið með þær hugmyndir í verkefnavinnunni eftir því sem tími vinnst til. Unnið verður með jarðleir og reynt eftir aðstæðum að bjóða upp á fjölbreytta útfærslumöguleika eftir áhuga nemenda hverju sinni. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og skapandi úrlausnir verkefna. Nemendur tileinki sér góða umgengni um efni og áhöld.

Mósaík

Unnið verður með 3mm litað gler, spegla og e.t.v. eitthvað annað efni sem til fellur. Verkin verða frekar stór, ca. 30x60 cm – 50x60 cm. Veggmyndir, speglar, borðplötur, blómavasar (á vasana notum við málað eggjaskurn) o.fl. 

Þegar verkin eru búin eru settar veggfestingar aftan á eða annað sem þarf.

Námsmat: Byggist á símati þar sem virkni, frumkvæði, úrvinnsla hugmynda og vinnubrögð er notað sem grundvöllur fyrir lokaumsögn. Auk þess er byggt á sjálfsmati nemenda og einstök verkefni metin í samræmi við markmið.

Kennt verður í Glerárskóla á þriðjudögum kl.14:00 - 15:20, báðar annir