SAMSKÓLAVAL

Hnefaleikaskólinn fyrir 9. og 10. bekk

Hnefaleikaskólinn fyrir 9. og 10. bekk

Hnefaleikar eru listin að slá án þess að vera slegin(n). Í hnefaleikaskólanum er kenndur tæknileikur sem eru mildari útgáfa af hnefaleikaíþróttinni með sérstökum reglum sem banna hörku og að slegið að sé fast. Markmiðið er að nemendur öðlist færni í undirstöðuatriðum íþróttarinnar og geti sýnt leikni sína að námskeiði loknu. Kennslustundir skiptast yfirleitt upp í upphitun, tæknikennslu, æfingar með félaga og þrek. Lögð verður jöfn áhersla á tækni og einfalda taktík auk þess sem þau læra að sippa og slá í sekki.

Námskeiðinu lýkur með æfingamóti þar sem markmiðið er að sýna kunnáttu sína og boxa mjúkt og tæknilega.

Námsmat byggist bæði á ástundun og frammistöðu á mótinu.

Valgreinin verður kennd í íþróttahúsinu við Laugargötu á þriðjudögum frá kl. 14.00 - 15.20 á haustönn