SAMSKÓLAVAL

Aðhlynning og umönnun (IGK 1712)
í VMA fyrir 9.-10. bekk

Aðhlynning og umönnun (IGK 1712)

í VMA fyrir 9.-10. bekk

Markmið: Að nemandinn kynnist námi sjúkraliða og störfum þeirra.

Farið er yfir nokkra verkþætti í hjúkrun og umönnun s.s. umbúnað í rúmi, mæla blóðþrýsting, lífsmörk, aðstoð við athafnir daglegs lífs og fá upplýsingar um störf sjúkraliða, stuðningsfulltrúa og félagsliða í nærsamfélaginu (sambýli, heilsugæsla, heimahjúkrun, heimilishjálp, sjúkrahús). Jafnframt verður farið í helstu þætti endurlífgunar, viðbrögðum við slysum (112),  slysavarnir og líkamsbeitingu.

Kennt er einu sinni í viku 2x40 mín á haustönn. Nemendur sem standast námskröfur greinarinnar fá eina einingu sem getur nýst síðar í framhaldsskólanámi.

Námsmat: Virkni og þátttaka (10%), skrifleg verkefni (45%), ratleikur/stöðvavinna (10%), kynning (25%), heimsóknarskýrsla (10%).

Kennt á mánudögum kl. 14:40-16:00 á haustönn í VMA.