SAMSKÓLAVAL

Lego fyrir 8.-10. bekk

Lego fyrir 8.-10. bekk

LEGO Mindstorm – kennt á vorönn 2021

Markmið: Að kynnast LEGO-Mindstorm kubbunum og þróa forritun þeirra með því að setja saman mismunandi fyrirfram ákveðin módel og forrita þau

Í seinni hluta námskeiðsins setjum við upp LEGO-SUMO keppni. Öflum vinninga og bjóðum skólum í Eyjafirði að taka þátt auk þess sem foreldrum og velunnurum verður boðið að koma. Keppninni verður streymt á neti.

Námsgögn: LEGO Mindstorm Ev3 tæknilegósett og fartölvur.

Námsmat byggir á virkni, vinnubrögðum og mætingu.

Valgreinin verður kennd í Rósenborg á þriðjudögum kl. 14:00 - 15:20 á haustönn.