SAMSKÓLAVAL

Rokk fyrir 8. -10. bekk


Rokk fyrir 8. -10. bekk

Lýsing: Í áfanganum verður þróun rokktónlistar kynnt allt frá upptökum með Robert Johnson yfir í rokktónlist samtímans. Fjallað verður um þróun rokktónlistarinn og áhrif hennar á tíðarandann hverju sinni, tísku og viðhorf ungs fólks.

Kennslan verður byggð upp á stuttum fyrirlestrum, tóndæmum, myndbrotum og samtölum (Skype) við þekkta tónlistarmenn og fjölmiðlafólk sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á rokktónlist og áhrif hennar á samtímann.

Námsmat: Tekið er tillit til frammistöðu, áhuga og virkni.

Kennt verður í Glerárskóla á mánudögum kl. 14:00 á haustönn.