Gaman saman í skemmtilegri úti og inniveru


Gaman saman í skemmtilegri úti og inniveru


Lýsing: Í þessu vali verður þú að hafa áhuga á því að prófa alls konar íþróttagreinar.

Við verðum mikið úti og þá er nú gott að vera klár í hvaða veður sem er.

Gönguferðir innanbæjar og upp á fjöll, hjólaferðir styttri og lengri, frjálsar íþróttir ( inni og úti) , golf inni og úti, skíðaskotfimi, gönguskíði, líkamsrækt (mjög fjölbreytt), blak, standblak, leikir, badminton, hlaup og fræðsla um hlaup og heimsókn í fimleikahúsið í Giljaskóla. Þetta er svona það helsta gæti bæst eitthvað við og kannski náum við ekki að gera allt en þetta verður fjölbreytt.

Tímarnir miðast við það að vera í 80 mín en stundum verða þeir lengri t.d. ef við færum í göngu upp á Fálkafell og þá myndi einhver dagur falla niður í staðinn.

Hreyfing er mikilvæg, sjáumst hress :)

Kennari: Birgitta

Valgreinin verður kennd bæði vor og haustönn