Legó, róbótar og forritun 8. – 10. bekkur haust - vor


Legó, róbótar og forritun 8. – 10. bekkur haust - vor

Valgreininni er skipt í þrennt. Í fyrsta lagi eiga nemendur að hanna, byggja og forrita vélmenni sem getur leyst einfaldar þrautir.

Í öðrulagi er það nýsköpunarhlutinn. Þar eiga nemendur að skapa eitthvað sem tengist þema verkefnis. Þessi hluti er mjög opinn og skiptir áhugi, túlkun og dugnaður nemenda öllu máli.

Þriðji hlutinn er svo skrásetning, skipulagning og umgjörð um verkefnið.