Myndmennt 8. – 10. bekkur haust- vor


Myndmennt 8. – 10. bekkur haust- vor

Markmið: Að þjálfa og þroska nemendur til að tjá eigin hugmyndir, tilfinningar, þekkingu og reynslu í margskonar efnivið. Að geta fylgt hugmynd til endanlegs verks. Þekkja fjölbreytni (mynd-) listar. Kennsluaðferðir: Að nemendur nýti sér í eigin myndsköpun grunnþætti myndlistar, s.s. útfærslu línunnar, skrautskrift, myndbyggingu, áferð, grafik, málun, rými, fjarvídd, lita- og formfræði myndbyggingar, andlitsteiknun, fígúrur. Nemendur útbúa sína skissubók sem þeir nýta óspart heima sem og í kennslustundum. Helstu viðfangsefni eru að teikna eftir fyrirmynd, munsturgerð, túlkun tilfinninga, formfræði, óhlutbundnar myndir, pennateikningar, skrautskrift, litafræði, málun á striga, vatnslitamálun, o.fl. Farið verður í vettvangsferðir á listsýningar og ýmis skemmtileg verkefni unnin.

Námsmat: Símat eftir hvert verkefni. Tekið verður mið af sjálfstæði í vinnubrögðum, hugmyndaflugi, vinnusemi og einbeitingu í tímum.