Fatasaumur 8.- 10. bekkur - haust


Fatasaumur 8.- 10. bekkur - haust

Nemendur í fatasaum fá í samráði við kennara að velja sér verkefni eftir því hvar nemandinn er staddur í textílnámi sínu. Nemendur geta t.d. saumað og hannað föt á sjálfan sig, föt á lítil börn eða töskur og veski svo eitthvað sé nefnt. Mikil áhersla er lögð á að nemendur temji sér vönduð vinnubrögð og nákvæmni.

Námsmat: Virkni og vinnubrögð í tímum metin.