Kvikmyndagerð (stelpur)


Kvikmyndagerð 8. -10. Bekkur ( einungis fyrir stelpur kennt fyrir áramót)

Lýsing: Farið verður í grunnþætti myndbandsgerðar með þeim einföldu tækjum sem almennt aðgengi er að. Notaðar verða spjaldtölvur, símar, myndavélar og tölvur. Nemendur munu taka þátt í handritsgerð, kvikmyndatöku og úrvinnslu s.s klipping og hljóðsettningu. Lögð er áhersla á að nýta tæknina til sköpunar. Kvikmyndir eru öflugir miðlar til að koma upplýsingum,hugmyndum eða boðskap á framfæri. Nemendur munu fá tækifæri til að vinna með eigin hugmyndir og velja sér viðfangsefni eftir áhugasviði. Kvikmyndir og myndbönd hafa einnig mikið skemmtanagildi og því nauðsynlegt að taka góða skapið og húmorinn með í þessa valgrein. Unnið verður í hópum og lögð áhersla á samvinnu. Einnig verður lögð áhersla á sjálfstyrkingu og að leggja rækt við sjálfsmyndina.

Námsmat: Símat, mæting og þátttaka