Skapandi endurnýting


Skapandi endurnýting 8. - 10. bekkur

Lýsing: Farið verður yfir grunnþætti sköpunar í upphafi en sköpun byggist á aðferðum sem opna nýja möguleika, að fara út fyrir hið þekkta og auka þannig þekkingu, leikni og færni í skólastarfi. Þannig eflir sköpun lausnaleit, frumkvæði og eykur sköpunargleði.

Nemendur koma með hlut að heiman (getur verið hvað sem er sem þeim langar að breyta eða laga) eða fara á nytjamarkað og finna einhverja gersema og koma með. Nemendur gera skissu af því hvernig þeir hyggjast breyta/laga hlutinn. Nýta má skissubækur eða Ipad til þess að koma sínum hugmyndum á sjónrænt form. Nýtt verður það efni sem til er á staðnum en nememdum er frjálst að koma með efni að heiman og einnig sér skólinn um efniskaup ef þarf.


Námsmat: Virkni og vinnubrögð í tímum metin.