Með innra mati er átt við sjálfsmat leikskólans og skal það framkvæmt af starfsmönnum hans, en menntamálaráðuneytið hefur sett fram viðmið fyrir sjálfsmat. Hver leikskóli metur með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, barna og foreldra eftir því sem við á. Leikskóli birtir opinberlega upplýsingar um innra mat sitt, tengsl þess við skólanámskrá og áætlanir um umbætur
Í Víkinni er stuðst við viðmið fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs sem skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar gaf út 2014. Langtímaáætlun um innramat var gerð fyrir skólaárin 2020-2023 og skammtímaáætlun fyrir hvert ár. Haustið 2023 verður mynduð ný langtímaáætlun ásamt skammtímaáætlun fyrir skólaárið 2023-2024.
Hér má finna skýrslur um innra mat.