Hljóm-2 er skimunarpróf í leikjaformi sem kannar hljóðkerfisvitund elstu barna leikskólans. Skimunin er framkvæmt í flestum leikskólum landsins og hafa rannsóknir sýnt fram á að fylgni er á milli niðurstaðna Hljóm skimana og lestrarfærni barna í framtíðinni.
Hljóðkerfisvitund er hluti af málþroskanum, það er í raun þroskinn að átta sig á því að málið er byggt upp á málhljóðum. Í þessu felst getan til að ríma, leika með orð, búa til ný orð, finna taktinn í orðunum o.s.frv.
Lestrarnám barnanna er í raun löngu hafið og hefur allt sem gert hefur verið heima og í leikskólum áhrif. Allt sem hefur verið gert hingað til, eins og t.d. að lesa, syngja, læra vísur, spjalla og leika með málið, stuðlar að góðum málþroska og er góður grunnur fyrir lestrarnámi barnsins.
Niðurstöður verða sendar heim í tveimur hlutum. Þau börn sem hafa náð aldri fyrir Hljóm skimun í september munu fá niðurstöður þegar fyrra holl hefur lokið skimun og þau sem eru í seinna holli munu fá niðurstöður í október. Ef einhverjar spurningar vakna þá má endilega hafa samband við deildarstjóra.