Þróunarstarf

Þróunarstarf í GRV

Allir kennarar skólans taka þátt í faglegu starfi. Áhersla skólaársins 2022-2023 er margþætt. Stærsta þróunarverkefnið er Kveikjum neistann sem allir kennarar í Hamarsskóla taka þátt í á þessu ári. Einnig er áframhaldanadi þróun í spjaldtölvuvæðingu sem allir kennarar eru hluti af.

Kveikjum neistann: Allir kennarar á yngsta stigi taka þátt í þróunarverkefninu. Áherslan í vetur er á 1. og 2. bekk. Verkefnið snýstu um að auka læsi, efla áhugahvöt og grósku hugarfar, auka hreyfingu, þetta er gert með breyttri stundatölflu og nýjum áherslum. Allir umsjónarkennarar eru í teymum: Læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfing og hugarfar. Umsjónarkennarar í 1. og 2. bekk eru saman í teymi og verkgreinakennarar eru í þróunarteymi varðandi ástríðutíma sem eru nýir í þessu verkefni.

Spjaldtölvuvæðing og upplýsingatækni í kennslu: Áfram verður unnið með innleiðingu á tækjum í skólanum og áhersla lögð á að kennarar efli sig í upplýsingatækni. Örnámskeið verða í boði fyrir kennara jafnt og þétt yfir skólaárið. Í hópnum sitja: Birgit Ósk Bjartmarz, Bryndís Bogadóttir, Elísa Sigurðardóttir, Esther Bergsdóttir, Guðríður Jónsdóttir, Helga Jóhanna Harðardóttir, Hrafnhildur Skúladóttir, Snjólaug Árnadóttir og Unnur Líf Ingadóttir Imslad. Guðbjörg Guðmannsdóttir verkefnastjóri í upplýsingatækni heldur utan um verkefnið.

Menntaflétta: Margir kennarar skráðu sig í námskeið á vegum menntafléttu í vetur og munu sinna þróun tengt því. Verkefnin eru: Stærðfræði og upplýsingatækni, íslenska sem annað mál, sjálfbærni, lestrarsamfélagið áhugahvöt og áhrifavaldar, vellíðan seigla og sjálfsmynd.

Nýbúafræðsla: Þróunarhópur varðandi nýbúafræðslu, finnur til námsefni til að styðja við kennslu nemenda af erlendum uppruna.

Teymiskennlsa 5. og 6. bekkur: Teymiskennsla er í 5. og 6. bekk og eru umsjónarkennarar í þessum árgöngum saman í þróunarhóp.

Lærðu að elska þig: Þróunarverkefni í 10. bekk þar sem unnið er með sjálfstyrkingu. Umsjónarkennarar í 10. bekk.

Verkdeild Barna - og Hamarsskóla: Verkdeildir hafa verið stofnaðar í báðum skólahúsnæðum, í verkdeild eru nemendur sem þurfa mikla aðstoð í námi og sérhæft nám og kennslu. Þróunarhópur vinnur að þróun þessara deilda.


Allir þróunarhópar halda úti fundagerðum sem skilað er til stjórnenda og skila lokaskýrlsu í lok árs.