Í samræðu hlustum við á aðra og eflum þannig forvitni, virðingu og samhygð.
Í samræðu segjum við skoðanir okkar og eflum þar með okkar eigin rödd.
Í samræðu tengjum við hugsunina, tungumálið og texta og eflum þar með orðaforða, málskilning og læsi.
Í samræðu skoðum við eigin hugsanir, berum þær saman við hugsanir annarra og dýpkum skilning okkar.
Svör nemenda í 7. og 8. bekk grunnskóla í New York þegar íslenskir kennarar í heimsókn spurðu þá hvað þeim finndist um að hafa jafn mikil samtöl í skólastofunni og þeir höfðu orðið vitni að (nóvember 2023)
Spurningar drífa hugsun og samræður áfram. Ólíkar spurningar leiða okkur í ólíkar áttir og til að þjálfa gagnrýna og sjálfstæða hugsun í samræðum viljum við nota spurningar sem draga fram rök, ályktanir og ólík sjónarmið. Hér má nálgast fróðleik og hagnýtt efni um spurningastofnana.
Samræðustofnar eru byrjanir á setningum sem nemendur geta notað í margvíslegum tilgangi. Samræðustofnar hjálpa nemendum að æfa sig og ná smám saman tökum á flóknari færni, dýpri hugsun og meiri gagnrýni í samræðunni. Hér má nálgast fróðleik og hagnýtt efni um samræðustofnana.
Heimspekileikir eru einfaldir leikir sem virkja stóra nemendahópa til að hugsa og ræða saman. Þeir eru góðir til að hita upp í byrjun kennslustunda, sem hópefli og til að þjálfa leikni sem nemendur þurfa að beita í lengri eða efnismeiri samræðum: Að hlusta, taka afstöðu, rökstyðja skoðun sína og vera tilbúin að skipta um skoðun þegar rök mæla með því. Hér má nálgast fróðleik og hagnýtt efni um heimspekileiki.
Hugsa-para-deila er aðferð sem margir kennarar þekkja og mjög auðvelt er að nýta í kennslustundum til að virkja nemendur í umræðu um efnið sem kennari er að fara yfir. Aðferðin þarfnast lítils undirbúnings og má nota í nánast hvaða samhengi sem er, með stórum og litlum hópum. Hér má nálgast fróðleik og hagnýtt efni um aðferðina.
Hægt er að efla samræðuhæfni nemenda á öllum aldri. Hér má skoða kynningar um innleiðingu samræðuaðferðum á ólíkum aldursstigum.
Að setja samræðureglur og nota samræðustofna með börnum í leikskóla og á yngsta stigi. Kynning á stofnum, hvernig hægt er að leggja þá inn og hvernig hægt er að vinna með þá á fjölbreyttan hátt.
Að nota samræðustofna með börnum á mið- og unglingastigi.
Samræðureglur
Miðar sem nota má í umræðu um góða samræðu. Til dæmis geta nemendur valið fjórar mikilvægustu reglurnar.
Einföld aðferð til að virkja nemendur í hugsun og samtöl í kennslustundum.
Höfundur Glætunnar spjallaði um samræðu í skólastarfi í 10. þætti Hlaðvarps Mixtúru. Hlusta má á þáttinn á Spotify.
Linda Darling-Hammond og Alison Beattie útskýra af hverju samræða og stigskiptur stuðningur (scaffolding) eru mikilvæg til að nám fari fram.
Jennifer Gonzales sem stjórnar vefnum Cult of Pedagogy lýsir fjölbreyttum leiðum til að efla umræðu í kennslustofunni. Hlaðvarpsþáttur og gagnlegir tenglar.
John Spencer útskýrir í stuttri teiknimynd hvað sókratísk málstofa (socratic seminar) er og hvernig kennari setur hana af stað.
Stutt myndband frá Edutopia sem sýnir fjórar leiðir til að virkja alla nemendur í samræður, líka þessa feimnu og þá með litla færni í tungumálinu. Meira um efnið í bloggfærslu.