Hér má finna vefi og verkefni sem reynst hafa vel til að vinna með samhygð nemenda og getu þeirra til að setja sig í spor annarra.
Myndasafn Magnus Wennman á vef Aftonbladet (stuttir skýringartextar með hverri mynd á sænsku)
Verkefnalýsing (skapalón á canva.com)
Kennari undirbýr tíma með því að prenta út staðhæfingar, spjöld með orðunum "satt" og "ósatt" og hafa glærusýningu (skapalón á canva.com) tilbúna.
Kennari sýnir nemendum glærusýninguna, nemendur gíska hvað er á myndunum og sjá svo svarið á næstu glæru. Í lok myndasýningarinnar koma leiðbeiningar um umræðuverkefni nemenda.
Nemendur vinna í pörum og hvert par fær einn miða með staðhæfingu frá kennara. Gott er ef nokkrir hópar eru með sama miðann. Pörin ræða hvort þeir halda að staðhæfingin sé sönn eða ósönn.
Allur bekkurinn kemur saman. Kennari biður pör að lesa staðhæfinguna sína og segja hvort hún sé sönn eða ósönn. Kennari biður aðra nemendur um viðbrögð og segir nemendum rétta svarið. Umræður um hvaða staðalmyndir eru að verki þegar svör nemenda eru ekki rétt.