Lífsleikni er ekki afmörkuð námsgrein í grunnskólum heldur vísar til verkefna sem tengjast sjálfsmynd og félagsfærni nemenda og hæfni þeirra til að glíma við daglegt líf.
Við viljum benda á að til þess að verða góður lífsleiknikennari skiptir öllu máli að vera í góðum tengslum við nemendur. Frábær verkefni verða kjánaleg ef kennari sem leggur þau fyrir er ekki í opnum, umhyggjusömum og heiðarlegum samskiptum við nemendur sína. Ef þú vilt pæla meira í því hvernig þú byggir góð tengsl við nemendur bendum við á nokkrar heimildir:
Viðtal Jennifer Gonzales við James A. Sturtevant sem skrifaði bókina You´ve gotta connect. Viðtalið má nálgast á vefnum Cult of Pedagogy og helstu streymisveitum, þetta er 9. þáttur og hann er um 40 mínútna langur.
Jóhann Björnsson. (2008). Að spilla æskunni. Heimspeki með ungu fólki. Hugur, tímarit um heimspeki, 20, 127-139. Greinin er aðgengileg á tímarit.is.
Hér má finna vefi og verkefni sem reynst hafa vel í kennslu á ýmsum þáttum sem tengjast lífsleikni nemenda. Viðfangsefnin eru:
Kennsluefni og fræðsluefni fyrir kennara um lausnamiðaða nálgun í ráðgjöf. Sett upp sem lífsleiknikennsla á unglingastigi.