Samræðustofnar eru byrjanir á setningum sem nemendur geta notað til að átta sig því í hverju samræða felst. Samræðustofnar hjálpa nemendum að æfa sig og ná smám saman tökum á flóknari færni, dýpri hugsun og meiri gagnrýni í samræðunni. Á ensku er oft talað um "sentence stems" eða "accountable talk" þegar samræðustofnar eru notaðir.
Mikilvægt er að nota ekki of marga stofna í einu. Kennari þarf að forgangsraða þeim og velja þá stofna sem honum finnst mikilvægast að nemendur læri að nýta. Smám saman er hægt að skipta stofnum út eða bæta fleirum í verkfærakistu nemenda.
Kennari velur stofna og prentar þá út svo að allir nemendur geti haft þá handhæga. Gott er að hafa stofnana sem nota á sýnilega í skólastofunni, á skjám eða veggjum.
Kennari kynnir stofnana fyrir nemendum, til dæmis með þessari innlögn.
Kennari hjálpar nemendum að byrja að nota samræðustofnana. Þetta má til dæmis gera með því að biðja nemendur að lesa stuttan texta og nota ákveðna stofna til að fjalla um og rýna í efni textans. Nýta má verkefnablöð úr þessu safni í þessum æfingum.
Kennari biður nemendur að nota samræðustofna í umræðum um ákveðið málefni. Þá er til dæmis gott að nemendur hafi hjá sér miða með 3-5 stofnum, eða að stofnarnir sem nota á séu sýnilegir á töflu eða vegg í kennslurýminu.
Mikilvægt er að endurtaka þessa samræðuæfingu með sömu stofnunum. Ef samræðuæfing er á dagskrá vikulega hjá nemendum ættu þeir að ná góðum tökum á því tungumáli sem stofnarnir standa fyrir á 4-6 vikum.
Við mælum með að kennari fylgist vel með samræðuæfingum nemenda, skrái hjá sér hvernig nemendum gengur að nota stofnana og gefi þeim endurgjöf um hvaða stofna þeir nýta vel og hvaða stofna þeir megi nota oftar eða betur. Slíka endurgjöf má bæði gefa munnlega með hópnum, í samtölum við einstaklinga, eða með skriflegum skilaboðum til hvers nemanda. Mikilvægt er þó að endurgjöfinni sé skilað til nemenda strax í kjölfar samræðuæfinga svo þeir nái að setja hana í samhengi við það sem þeir voru að gera.
Samræðustofnar á yngsta stigi - Kynning á notkun samræðustofna
Kveikjur fyrir æfingar með einfalda samræðustofna (yngsta stig)
Samræðustofnar - Innlögn
(mið-unglingastig)
Samræðustofnar til að dýpka umræður.
Samræðustofnar - Miðar/bókamerki fyrir nemendur
Samræðustofnar - Verkefnablöð
Samræðustofnar fyrir lærdómsfélaga. Notaðir þegar nemendur gefa hver öðrum endurgjöf og aðstoð í námi.
Kennarar útskýra hvernig þeir fá nemendur til að taka þátt í umræðum um námsefnið.
Kennari og nemendahópur sýna hvernig þau nota samræðustofna. Fremst í myndbandinu sjást nokkrar leiðir til að setja upp og prenta samræðustofnana fyrir vinnu nemenda með þá.
Stutt teiknimynd sem sýnir mikilvæga samræðustofnana og til hvers þeir eru notaðir.