Spurningar eru mikilvægustu verkfæri okkar í þekkingarleitinni. Spurningar eru margvíslegar og það skiptir máli í hvaða samhengi þær birtast. Nemendur í grunnskóla eru oft vanari því að svara spurningum en að spyrja sjálfir. Ef við viljum að nemendur okkar beri ábyrgð á eigin námi er nauðsynlegt að snúa þessu við og hvetja nemendur til að eigna sér fjölbreyttar spurningar og nota þær markvisst.
Glærur og glósur úr erindi Brynhildar Sigurðardóttur um spurningastofna
Spurningastofnar eru einfalt verkfæri sem sett var fram af James Nottingham í bókinni The learning Challenge. Stofnarnir eru uppskriftir að 12 gerðum spurninga sem hjálpa nemendum að rýna í merkingu texta, bæði merkingu orðanna í textanum en líka það sem liggur milli línanna og álykta má út fyrir textann.
Hægt er að prenta stofnana út og hafa þá sýnilega í kennslustofunni.
Nemendur á mið- og unglingastigi þurfa ekki mikla kynningu á þeim, uppskriftirnar eru einfaldar og skýra sig nokkuð vel sjálfar. En sumir stofnarnir geta reynst erfiðari en aðrir og mikilvægt er að kennari leiðbeini nemendum áfram um notkun þeirra ef hann sér þá lenda í vandræðum.
Þegar nemendur hafa skrifað spurningar með hjálp stofnanna er mikilvægt að vinna áfram með spurningarnar þeirra. Hugmyndir að úrvinnslu eru til dæmis:
Kennari les sýnishorn af spurningunum fyrir bekkinn til að sýna nemendum strax hversu fjölbreyttar og efnismiklar spurningarnar þeirra geta verið.
Hægt er að draga spurningar úr safni nemenda og taka til umræðu í bekknum eða minni hópum.
Hægt er að skoða slatta af spurningum nemenda og biðja þá um að flokka þær eftir efni spurninganna. Spurningaflokkar geta síðan sett stefnuna fyrir rannsóknir nemenda, lengri samræðu eða skapandi skil.
Kennari getur hengt spurningarnar upp á veggi og beðið nemendur um að skoða þær, velja sér 2-5 spurningar og svara í vinnubók eða stuttri ritun.
Spurningastofnar - Innlögn
Spurningastofnar til að nota í heimspekilegum samræðum
Spurningastofnar með skýringum - verkefnablöð til útprentunar
Spurningastofnar - Verkefnablöð
Spurningastofnar fyrir nemendur á yngsta stigi
Spurningastofnar - Bókamerki til útprentunar
Spurningastofnar - Svarthvít bókamerki til útprentunar
Spurningabingó
Verkefnalýsing: Nemendur nota spurningastofna við lestur texta
Námsvitund (e. meta-cognition) er hæfni í að vera meðvitaður um eigin hugsun, skilning og nám. Þetta er hæfni sem er mjög mikilvæg til að ná þrautseigju og árangri í námi en námsvitund tengist líka sterkri sjálfsmynd og hefur jákvæð áhrif á líðan.
Til að efla námsvitund getum við kennt nemendum að nota ákveðnar spurningar í samtali við sjálfa sig. Gott getur verið að láta nemendur fá spurningar áður en þeir byrja verkefnavinnu, á meðan þeir eru að vinna og eftir að þeir hafa lokið vinnunni. Þeir geta hugsað svörin sín, skrifað þau í ígrundunardagbækur eða rætt þau við námsfélaga.+
Námsefnið hér fyrir neðan er þýtt og aðlagað úr efni Will Ord á síðunni Thinking Education.
Spurningar til að auka námsvitund nemenda
(meta-cognition)
Svarthvít bókamerki til útprentunar