Á þessari síðu birti ég vefi, ritgerðir og ýmislegt annað sem ég vann í tengslum við nám mitt í Notkun upplýsingatækni í skólastarfi í Háskólanum á Akureyri. Hér er að finna ýmislegt sem ekki passar inn á aðra hluta þessarar vefsíðu.
Hér er vefur sem lýsir innleiðingarferli leiðsagnarmats í Múlaþingi út frá fræðilegu sjónarhorni. Áhersla er á hugmyndir um lærdómssamfélag og er meðal annars innleiðingin borin saman við XQ-módelið sem er afar spennandi fyrirbæri að skoða. Einnig er innleiðingarferlið metið útfrá 12 lögmálum Hall og Hord um breytingar.
Vefurinn er afrakstur hópavinnu í áfanganum Uppbygging og þróun lærdómssamfélags (UÞL) í Háskólanum á Akureyri.
Þessi vefur er afrakstur vinnu minnar og Kolbrúnar Þorsteinsdóttur í áfanganum Menntun og upplýsingatækni (MUT) í Háskólanum á Akureyri. Vefurinn byggir á viðtali við hinn þrautreynda mennta- og upplýsingatæknimann Stefán Jóhannsson sem metur tilkomu námsumsjónarkerfa stærstu tæknibyltinguna í skólastarfi.
Viðtalið við Stefán má sjá í heild sinni auk fræðilegrar umfjöllunar um námsumsjónarkerfi.
Vissulega má finna upplýsingar um þetta frábæra tól annars staðar hér á verkefnabankanum en á meðfylgjandi vef má finna nánari umfjöllun um þetta tól auk dæma um verkefni.
Hér er padlet veggur sem inniheldur námsáætlun um Laxdælu sem byggir á hugmyndum um verkefnamiðað nám. Fræðileg undirbygging hennar er þarna einnig þar sem m.a. er fjallað um námskrársýnir og kennismiði sem við byggjum áætlunina á. Loks er að finna þarna sýnishorn af vefsvæði sem mun fylgja verkefninu og birta það nemendum.
Þetta verkefni er hópverkefni í áfanganum NÞN, unnið af mér, Aðalheiði Bragadóttur og Eyrúnu Huld Haraldsdóttur.
Þetta er fræðileg ritgerð sem fjallar um tilgang námsmats fyrir nám nemenda. Fjallað er um ýmsar gerðir námsmats, notagildi þess og mögulega skaðsemi. Einnig birti ég þar niðurstöður úr óformlegri könnun meðal íslenskra kennara.
Ritgerðina skrifaði ég í áfanganum Álitaefni í menntamálum í Háskólanum á Akureyri.
ChatGPT hefur nú þegar gjörbylt því hvernig kennarar og nemendur vinna. Þegar þessi ritgerð var skrifuð voru aðrar gervigreindir ekki komnar fram eða voru langt á eftir og því á margt af því sem hér kemur fram við um fleiri gervigreindartól. Auk þess hefur þróunin verið hröð og sumt af því sem fjallað er um hér er mögulega nú þegar orðið úrelt.
Tekið skal fram að þessi ritgerð var skrifuð undir tímapressu í lokuðu prófaumhverfi í áfanganum Álitaefni í menntamálum
Hér er fræðandi padlet-veggur sem fjallar annars vegar um MUSIC líkanið um námslega hvatningu og hins vegar PICRAT líkanið, sem fjallar sérstaklega um nýtingu tækni í námi og kennslu. Við leggjum mesta áherslu á MUSIC líkanið en lýsum þeim báðum og fjöllum um undirliggjandi rannsóknir. Við berum saman líkönin og fjöllum um hagnýtingu á MUSIC líkaninu, m.a. útfrá raunverulegum dæmum úr íslenskum skóla.
Þetta verkefni var unnið af mér og Kolbrúnu Þorsteinsdóttur í áfanganum Menntun og upplýsingatækni í Háskólanum á Akureyri.
Hér er síðan að finna spurningarlista til að nota í grunnskólum
Hér er rafbók sem fjallar um gervigreindartólið Reiknihjálp sem er hugmynd okkar Kolbrúnar Þorsteinsdóttur að verkfæri sem myndi nýtast nemendum í stærðfræði. Fjallað er um fræðilegar undirstöður þess en einnig er sýnt hvernig viðmótið gæti litið út og hvernig virknin gæti verið.
Þetta verkefni var unnið í áfanganum USF eða Upplýsingatækni og starfsþróun til framtíðar í Háskólanum á Akureyri.
Hér er glærupakki sem ég flutti í áfanganum Uppbygging og þróun lærdómssamfélags. Þar fjalla ég um efni bókarinnar The Way Forward eftir Anthony Muhammad. Muhammad þessi er að taka við keflinu af Richard DuFour í því að fjalla um lærdómssamfélagið og þessi bók snýst um að reyna að leiðrétta kúrsinn.
Ég mæli með lestri þessarar bókar.