Til að kennari geti sinnt starfi sínu á kraftmikinn, skapandi og ástríkan hátt þarf honum að líða vel. Öll þekkjum við að streita getur haft gríðarlega neikvæð áhrif á líðan okkar og þar með á frammistöðu okkar í þessu mikilvæga starfi. Á þessari síðu langar mig að deila með ykkur nokkrum atriðum sem ég geri til að vinna úr og minnka streituna í mínu lífi og hefur gefist mér gríðarlega vel undanfarin misseri. Ég held að sambland af mörgum aðferðum sé lykillinn að árangri og sumt af því sem hér kemur fram virkar best í sameiningu.