Ég hef gert öndunaræfingar nánast daglega í tæp 4 ár og ég hefði aldrei trúað því fyrirfram hversu mikil áhrif ég finn. Til eru margar gerðir af öndunartækni sem hjálpa til við að losa spennu, streitu, bólgur og áfallatengdar tilfinningar út úr líkamanum. Sjálfur hef ég mesta áherslu lagt á s.k. Wim Hof öndun, en hún felur í sér mjög djúpa öndun í ákveðinn tíma og í kjölfarið fylgir öndunarstopp í 30 sekúndur til 2-3 mínútur. Þessar öndunaræfingar tengjast mjög náið því sem ég geri í tengslum við kuldameðferð enda eru öndun og kuldi tvær af megin stoðum Wim Hof aðferðarinnar.
Hér að neðan er myndband þar sem Wim útskýrir hvernig þú andar og annað þar sem hann leiðir þig áfram í öndunaræfingu. Ég hvet þig til að gefa þér tíma til að prófa, þú verður ekki fyrir vonbrigðum.
Byrjaðu rólega og vertu viðbúið sterkum áhrifum. Ég hef lent í allskonar upplifunum í þessum æfingum, allt frá því að missa meðvitund í stutta stund, finna sársauka þar sem gömul meiðsli leynast enn í líkamanum, brostið í grát og ýmislegt fleira. Öll þessi viðbrögð eru eðlileg og hættulaus en þýða frekar að þú hafir verið að burðast með eða kljást við eitthvað sem þú þarft að veita athygli.
Á Youtube eru ótal leiddar öndunaræfingar þannig að þú getur aukið við ákefðina eftir því sem þú getur meira. Einfaldast er að slá "Wim Hof guided breathing" í leitargluggann þar.