Þessar þrautir henta efri bekkjum grunnskóla.
Þessar hópþrautir eru skemmtileg tilbreyting frá daglegu amstri í stærðfræðinni. Hér er að finna leiðbeiningarnar sem er að finna fremst í bókinni Mathematical Team Games, þaðan sem þrautirnar flestar koma, auk þeirra þrauta sem ég hef þýtt eða búið til. Til að fá lausnir við einstakar þrautir eða allar þrautirnar ásamt lausnum í einu skjali má senda mér póst á orn.arnarson@grundaskoli.is .
Hér er stutt myndband sem sýnir 10. bekk í Grundaskóla leysa eina þraut. Takið sérstaklega eftir virkni og þátttöku nemenda.
Þessi þraut er fín fyrir 10. bekk til að skerpa á og þjálfa jöfnuhneppi.
Nemendur þurfa að komast að dulkóðari setningu með því að útbúa lykilinn að kóðanum og reikna með neikvæðum tölum.
Það er áhugavert verkefni að búa til sína eigin þraut. Hér er ég með tómt form til að búa til miðana í þinni eigin þraut.