Gervigreind og alls konar gervigreindartól hafa rutt sér til rúms undanfarin misseri. Margt er mjög gott og getur auðveldað starf kennarans á meðan ýmsar hættur leynast víða. Ég tel mikilvægt, hvort sem það snýst um þessa tækni eða aðra, að sjá kennslufræðilegt gildi tólsins frekar en hversu kúl og sniðugt það virðist. Hér eru tenglar á nokkur tól sem ég hef prófað og tel mig geta mælt með
Þetta tól þarf varla að kynna. Svokallað Large Language Model (LLM) frá openAI sem mörg önnur tól byggja á.
Frábært gervigreindartól frá Google þar sem notandi getur átt samskipti við heimildir, fengið glósur og meira að segja búið til hlaðvarp á ensku uppúr heimildunum.
Afar öflug gervigreind sem m.a. hægt er að tala við, ræða um það sem er á skjánum, fá hjálp við ýmis forrit o.s.frv.
Grok er gervigreindarlíkan þróað af xAI, hannað til að svara spurningum, greina gögn, fylgjast með straumum á X og búa til hugmyndir með húmor og nákvæmni. Hann sker sig úr öðrum mállíkönum með áherslu á sannleika, óhlutdrægni og frjálsri hugsun, frekar en fyrirfram ákveðnum svörum. Hann er uppfærður stöðugt og styður verkfæri eins og kóðaútfærslu og vefleit
Youtube-rás sem er helguð því að flytja nýjustu fréttir úr heimi gervigreindarinnar. Matt fylgist vel með, prófar og metur nýjungar með áherslu á fríar lausnir.
Nýr leikur unninn með aðstoð frá Ai studios frá Google