Kvíði býr í framtíðinni og streita býr í fortíðinni. Einn af lyklunum til að losa sig úr viðjum þessara kvilla er að halda sig í núinu. Undanfarin ár hef ég stundað hugleiðslu (með hléum) og þá sérstaklega núvitundar-hugleiðslu.
Áhrif hugleiðslu á líðan hafa verið mikið rannsökuð og held ég að óhætt sé að segja að gildi hennar sé óumdeilt. Best er að byrja smátt, t.d. á 2-5 mínútum á dag og auka það svo. Það getur þó reynst erfitt að finna tíma í daglegu amstri en með því að taka frá tíma og gefa sjálfum sér leyfi til að draga sig í hlé og hugleiða er þetta hægt.
Til eru mörg bjargráð og leiðir til að stunda hugleiðslu en það sem ég hef mest notað er appið Calm. Ástæða þess er ekki síst sú að Calm býður öllum kennurum í heiminum frían aðgang að sinni þjónustu. Hér að neðan er tengill inn á síðuna þeirra.