Hér er listi yfir vefsíður og lausnir sem ég nýti í leik og starfi, aðallega starfi:
Classroomscreen - Whiteboard fyrir kennara sem styður við og aðstoðar kennara við bekkjarstjórn.
Íslenskuvefur Grundaskóla - vefur sem er okkar framlag til að bjarga íslenskunni. Þar er að finna krossgátur, leiki og sitthvað sem hugsað er til eflingar orðaforða nemenda á ýmsum aldri.
Padlet - Frábær síða fyrir samvinnu þar sem allur bekkurinn getur lagt sitt af mörkum til að búa til einfalda vefsíðu
Snjallkennsluvefurinn - Góður stuðningur við kennara sem vilja nýta stafræna miðla
Enska
Writing Excercises - Frábær vefur til að kveikja hugmyndir að ritun og hjálpa til við að starta ritunarverkefnum. Vefurinn er á ensku en auðvitað er hægt nýta hugmyndirnar á hvaða tungumáli sem er.
ESL-Lounge - Alls konar enskuverkefni sem gott er að grípa í. Það er til Premium aðgangur fyrir kennara en ég hef ekki prófað hann.
ESL Crosswords - Nafnið segir sig nokkurn veginn sjálft held ég.
ESL Discussion Topics - Frábær vefur með fullt af umræðupunktum fyrir enskunemendur á öllum aldri
British Council, Learn English - Mikið efni, bæði rafrænt og til útprentunar.
Stærðfræði
Rasmus - Klassík í stærðfræðinni. Mjög gott að nýta þennan vef með, hvort sem er á grunnskólastigi sem og á framhaldsskólastigi.
Khan Academy - Geggjaður vefur í stærðfræði og náttúrufræði, þó hann sé á ensku. Frábær fyrir þá sem geta unnið sjálfstætt og þá sem þurfa meiri áskorun
Math-Drills - Ókeypis þjónusta þar sem er að finna ógrynni af útprentanlegum verkefnablöðum. Hentar fyrir flestan aldur.