Hér er að finna tengil á Google Drive möppu þar sem ég deili þeim forritum sem ég hef verið að föndra í Python. Öllum er frjálst að hlaða niður þessum forritum, nota þau eða þróa þau áfram. Hér eru helsu upplýsingar um þau:
basketBall Forrit í glugga sem er búið til fyrir ÍATV til að nota með Wirecast við útsendingar frá körfubolta og telur stig.
Bingó Segir sig kannski sjálft en þetta er forrit í glugga sem hægt er að nýta í Bingó. Bíður upp á fjölbreytta möguleika.
FootballApp Alls þrjú forrit sem búin voru til fyrir ÍATV:
Gluggað forrit sem notað er með grafík: í Wirecast Klukka, skor, spjöld, markaskorarar, skiptingar
Forrit sem sækir leikskýrslu af ksi.is á XML formi (krefst aðgangs hjá KSÍ)
Gluggað forrit sem býr til skjöl fyrir footballApp_6.exe
glosur_med_grafik Gluggað forrit til að búa til glósur í tungumálum, fletta upp í þeim og vista í .txt skjali sem auðvelt er að hlaða upp á Quizlet
Glósuforrit Sama glósuforritið nema keyrt í Python og hefur ekki gluggað viðmót.
Hrá Safn forrita sem eru ekki glugguð, python-skjöl sem hægt er að þróa áfram. Vert að kíkja.
Breytiforrit sem breytir um einingar og reiknar út frá ýmsum formúlum
Tvær útgáfur af hangman leik. Orðin eru á ensku.
Mylla (tic, tac, toe)
Píluskor Nokkrar útgáfur af forriti sem telur niður úr 501 í pílu og forrit sem þjálfar í útskotum með 3 pílum. Keyra bara í python.
vegurinn Gluggað forrit sem birtir tilvitnun af handahófi úr Bókinni um veginn eftir Lao-Tse