Quizlet er frábær þjónusta sem flestir ættu að kannast við. Hér langar mig að deila með ykkur söfnum sem ég hef útbúið með spurningum um stærðfræði. Bæði er hægt að taka afrit af þessum söfnum og deila þeim áfram með nemendum en kennarar sem taka afrit af þessu geta notað fyrirbæri sem heitir Quizlet live sem er frábær skemmtun. Ég stefni á að setja inn myndband sem sýnir það fljótlega.