Þessi vefur er afrakstur hópstarfs í námskeiðinu Uppbygging og þróun lærdómssamfélags haustið 2024. Við skoðum innleiðingu leiðsagnarmats í skólum Múlaþings með áherslu á lykilhugtök lærdómssamfélags og greinum hana út frá XQ módelinu. Megintilgangur verkefnisins er að öðlast dýpri skilning á því hvernig fræðileg þekking og raunveruleg framkvæmd tvinnast saman í umbótastarfi skóla, ásamt því að ígrunda helstu áskoranir sem fylgja slíku breytingastarfi.