Stefán Jóhannsson, fyrrverandi kennari og skólastjóri við Alþýðuskólann á Eiðum, sérfræðingur í upplýsingatækni og núverandi sérfræðingur gagnagreiningar hjá Háskólanum á Akureyri, fer yfir ferilinn og fjallar um nýjar og gamlar tæknibyltingar sem hafa haft djúpstæð áhrif á nám og kennslu.
Á þessari síðu er að finna tímalínu frá því um 1980 til dagsins í dag sem sýnir m.a. þær tækninýjungar sem Stefán fjallar um í viðtalinu, auk annarra sem ekki bar á góma í spjallinu við hann.
Líkt og fram kom í viðtalinu við Stefán leit hann svo á að tilkoma námsumsjónarkerfa á borð við WebCT, Moodle og Canvas hefðu verið sú tækninýjung sem hafði hvað mest áhrif á nám og kennslu. Þessi hluti vefsíðunnar er því alfarið helgaður sögu þessara kerfa og umfjöllun um kosti þeirra og galla.