Verkfæri

Hönnun og smíði væri nærri ómöguleg án verkfæra. Við höfum aðgang að fjölda verkfæra í smíðastofunni og fáum að kynnast þeim öllum. Við lærum hvernig við notum þau, á hvaða efni þau virka best, og hvað þarf að varast við notkun þeirra. 

Hér fyrir neðan eru öll verkfærin sem við lærum að nota í hönnun og smíði.

Flokkarnir

Við flokkum verkfærin okkar eftir því hvernig við notum þau. Eins og við lærum í smíði þá eru flokkarnir

Handverkfæri

Bakkasög

Sög með ferkönntuðu blaði og styrkingu ofan á blaðinu. Notuð með skerstokk til að saga rétthyrnt niður.  

Smelltu hér til að vita meira um sagir

Flokkur: Efnistaka


Dósabor

Bor til að bora stór göt/holur. Í miðjunni er stýribor, og dósaborinn er skrúfaður/festur á miðstykkið.

Flokkur: Efnistaka


Geirungsög

Sög með stýringu ofan á blaðinu. Notuð til að saga rétthyrnt niður. Hægt að breyta horni í 15°, 30°, og 45°. 

Flokkur: Efnistaka


Greinaklippur

Greinaklippur eru notaðar til að klippa trjágreinar. Til eru nokkrar stærðir af greinaklippum til að klippa misþykkar greinar.

Flokkur: Efnistaka


Handbor/borsveif


Handbor er gamalt verkfæri til að bora göt og holur. Verkfærið minnir á handþeytara en bornum er snúið með sveif.

Flokkur: Efnistaka


Handsög

Handsög er úr stáli og með handfang úr tré eða plasti. Við notum þessa sög til að saga þvert á æðar timburs. 

Handsögin er með mjúku og sveigjanlegu blaði, ekki með styrkingu ofan á blaðinu eins og bakkasög.

Handsög er með um það bil átta tennur á hverja tommu (2.54 sm.). Tennurnar eru settar, það þýðir að þær eru beigðar til hliðanna og þannig verður raufin breiðari en sagarblaðið. Það kemur í veg fyrir að sögin festist þegar við erum að saga.

Smelltu hér til að vita meira um sagir

Flokkur: Efnistaka


Hefill

Hefill er gamalt og gott trésmíðaverkfæri. Hefill er handverkfæri til að forma við. Hann er oftast úr járni með viðarhandföngum og niður úr honum gengur hefiltönn. Hægt er að stilla hefill til að hefla misþykkt. Hefiltönnina þarf að brýna reglulega til að vel bíti. Hefil á aldrei leggja frá sér öðruvísi en á hliðina. Til eru ýmsar gerðir af heflum.  

Flokkur: Efnistaka


Klaufhamar

Klaufhamar er algengasti hamar í smíði. Nafnið er dregið af klauf öðru megin á hamarshausnum en klaufin er notuð til dæmis til að draga nagla úr timbri.  Kaufhamrar eru til í nokkrum þyngdum. 

Smelltu til að læra meira

Flokkur: uppbygging

Kúluhamar

Kúluhamarinn einkennist af fremur kubbslegum haus sem er með kúlu á öðrum enda en skalla á hinum. Þessir hamrar eru hentugir til að hnoða haus á hnoðnagla, móta til málmplötur eða slá á kjörnara. Þeir eru til í nokkrum stærðum. Skaftið er úr harðviði 

Flokkur: uppbygging


Laufsög

Laufsög, eins og útsögunarsögin sem við notum mest, er notuð við útsögun. Munurinn á laufsög og útsögunarsög er að í laufsög er örmjótt sagarblað.

Laufsög dregur líklega nafn sitt af laufblaði sem er óreglulegt og líkist munstri líkt og oft er sagað út með þessari sög. Var mikið notuð í gamla daga við útsögun margskonar smáhluta svo sem kertastjaka, saumaskrína, eggjabikara, ljósakróna og margra annarra.  

Smelltu hér til að vita meira um sagir

Flokkur: Efnistaka


Naglbítur

Naglbítur er klípitöng eða handklippur sem notaðar eru til að klippa málma. Algengt er að nota naglbít til að klippa nagla, pinna og víra.

 Járningamenn sem setja skeifur undir hófa á hestum nota naglbít til að klippa framan af hóffjöðrum.

Málmklippur

Málmklippur, eða blikkklippur, eru notaðar til að klippa þunna málma. Málmklippur eru eins og skæri fyrir málma. Þær eru mikið notaðar í blikksmíði og silfursmíði. 

Flokkur: Efnistaka


Mótunarhamar

Mótunarhamrar eru til af nokkrum gerðum. Hausinn er gerður úr sérsaklega hertu verkfærastáli (krómstáli). Þeir eru yfirleitt með kúlu á öðrum enda haussins, sumir með kúlu á báðum og eru þá kallaðir tvöfaldir drifhamrar. Þeir hamrar sem ekki eru með kúlu nema öðrum megin á hausnum hafa sléttan skalla á hinum enda haussins og eru kallaðir drif- og slétthamrar. Þessir hamrar eru alltaf með gljáfægða enda og er það til þess að þeir marki ekki holur og rispur í efnið sem verið er að vinna með. Þessir hamrar eru aðallega notaðir til að fínhamra hluti sem verið er að drífa 

Flokkur: uppbygging


Pinnahamar

Pinnahamar er algengur í fínni smíði. Er hann notaður til að negla pinna (mjóa nagla). Pinnahamar er líka notaður til að forma efni eins og mjúka málma í silfursmíði. 

Flokkur: uppbygging


Plasthamar

Segja má að plasthamarinn sé arftaki kjullunnar en haus hans er úr plasti og skaftið úr tré. Plasthamrar eru hentugir við sömu störf og kjullan en þeim hættir til að spænast upp og brotna ef ekki er hugað að því að láta skallann hitta rétt á höggflötinn. Einnig eru til hamrar með stórum haus úr hertu gúmmíi og gagnast þeir vel til að móta málmplötur þar sem hamarinn má ekki marka í efnið. Þessir hamrar eru stærri og þyngri en plasthamrarnir. 

Flokkur: uppbygging


Raspar

Raspar, eru til í mörgum gerðum og misjafnir að stærð. Þessir ganga undir nafninu tréraspar. Rasparnir eru notaðir til að forma tré og til að taka mikið af efni og því notaðir fyrst. Þeir eru misjafnir að lögun og því auðvelt að ná til allra staða sem raspa á. Þeir eru með grófar tennur sem rífa tréð mikið og verður að fara varlega svo ekki skemmi þeir meira en má. 

Flokkur: Efnistaka


Sexkanntar

Sexkanntar eru tegund skrúflykla og notaðir til að skrúfa skrúfur og bolta með inngröfnum sexkönntuðum haus.

Sexkanntar eru til í mörgum stærðum en á smíðaverkstæðinu okkar eru algengustu stærðir frá 2mm til 10mm.

Sexkanntar eru mikið notaðir í húsgagnasamsetningum en algengast er að nota þá í vélum og tækjum.

Flokkur: uppbygging


Silfursög

Silfursög, er ein af sögunum sem tilheyra útsögunarsögunum. Hún dregur nafn sitt af því að vera notuð mikið af gullsmiðum. Hún líkist laufsöginni hvað varðar festibúnað og notar samskonar blöð  bæði fyrir  tré og málma og gagnast vel við hvorutveggja. 

Smelltu hér til að vita meira um sagir

Flokkur: Efnistaka


Síll / alur

Alur eða síll eins og hann er venjulega kallaður er oddlaga tól til að merkja fyrir þar sem borað skal í tré. Hann er líka notaður til að merkja fyrir skrúfum og stinga dálitla holu svo auðveldara sé að byrja að skrúfa. Hann má líka nota til ýmislegs annars svo sem að strika á plast, járn og gera göt á t.d. leður, pappír og fleira. 

Skerstokkur

Skerstokkur er stokkur með stýringum/raufum til að saga ýmist beint (0°) eða 45°horn. Notuð er bakkasög og fæst þannig bein sögun. 

Skrúfjárn

Skrúfjárn eru notuð til að skrúfa skrúfum í efni. 

Flokkur: uppbygging


Slaghamar

Slaghamar er áþekkur bekkhamrinum sem notaður er í trésmíðinni en mun stærri og þyngri. Hausinn er eins í laginu og er munninn gegnt skalla hamarsins uppmjór eins og á pinnahamrinum. Slaghamarinn er fjölnota hamar sem er hentugur í alla almenna smíðavinnu þar sem gefa þarf þung og þétt högg. 

Flokkur: uppbygging


Spaðabor

Spaðabor er notaður til að bora stærri göt og holur í timbur og plast. Leggur spaðabora er grannur en hausinn og eggin er eins og spaði.  

Flokkur: Efnistaka


Sporjárn

Sporjárn eru beitt tréskurðarverkfæri sem notuð eru til að fjarlægja flísar og lengjur af tré. Endi blaðsins er flugbeittur og tré er skorið með því að ýta á eftir sporjárninu. Oddur sporjárna er slípaður skáhallt. Tréflísar eru svo meitlaðar í burtu með skáflötinn niður að timbrinu. 

Flokkur: Efnistaka


Tálguhnífar

Tálguhnífar eru notaðir til að tálga í tré.  

Flokkur: Efnistaka


Útskurðarjárn

Útskurðarjárn eru notuð til að forma við með svoköllum útskurði. Útskurðarjárn skera í viðinn og tálga í burtu flísarþegar skorin eru út mynstur eða form með útskurði. Útskurðarjárn eru breytileg að stærð og breidd allt eftir þörfum hvers verks fyrir sig. Líkt og sporjárn þá þurfa þau að bíta sérlega vel svo skurðurinn verði hreinn  og fallegur.

Flokkur: Efnistaka


Útsögunarsög

Notuð til að saga út myndir margskonar og form úr krossviði eða þunnri furu. Blaðið er gróftennt og rífur krossvið illa á bakhlið ef ekki er sagað hægt og gætilega. Hægt er að snúa blaðinu í söginni og saga bæði aftur á bak og út á hlið til þæginda. Þessi sög er af sumum kölluð bogasög en það nafn á þó betur við mótasögina sem gengur undir því nafni. 

Smelltu hér til að vita meira um sagir

Flokkur: Efnistaka


Þjalir

Þjalir, tréþjalir eru eins og rasparnir fjölbreytilegar að gerð. Þær eru notaðar til að sverfa og koma yfirleitt á eftir raspinum því þær hafa fínni tennur og vinna niður rispurnar eftir hann. Þær eru yfirleittt rúnnaðar öðru megin en sléttar hinu megin. 

Flokkur: Efnistaka


Öxi

Öxi er verkfæri sem notað er til að höggva og kljúfa tré. Skógarhöggsmenn notuðu stórar axir til að höggva niður tré

Flokkur: Efnistaka


Rafmagnsverkfæri

Handborvél:

Handborvél er fjölnota tæki til þess að bora holur og/eða göt í efni. Handborvélar eru með rafmagnssnúru til að tengja í rafmagn. 

 Hér er stutt myndband sem sýnir hvernig við borum holu í steinvegg og setjum festingar eins og svokallaða múrtappa eða "múrbolta" 

Hleðsluborvél:

Hleðsluborvél er fjölnota tæki til þess að bora holur og/eða göt í efni. Handborvélar eru með rafhlöðu og því þægilegri að nota en borvélar með snúrum.  

 Hér er stutt myndband sem sýnir átta sniðug ráð við að nota hleðsluborvél.

Brennipenni

Brennipenni er rafmagnsverkfæri sem við notum til að brenna mynstur í tré. Oddur brennipennans hitnar upp í 200-400°c og er penninn notaður til að skrifa eða teikna á yfirborð viðar.

Beltaslípivél

Frauðplastskeri

Gastæki

Glerslípivél

Hitablásari

Hverfisteinn

Juðari

Límbyssa

Lóðbolti

Málmborðklippur

Málmplötubeygivél

Málmrennibekkur

Plastbeygivél

Póleringavél

Rafsuðutæki

Smergel

Stingsög

Súluborvél

Tifsög

Trérennibekkur

Mælitæki

Hringfari

Hringfari, oft kallað sirkill, er verkfæri til að teikna upp hringi og einnig til að skipta hring upp í gráður eða geisla við smíði margra hluta. 

Hringfarar eru bæði til með blíanti til að teikna með eða járnoddi til að rispa á málma eða tré.

Málband

Málbönd notum við til að mæla stærðir og lengdir. Málbönd eru til í mörgum stærðum og lengdum. Á málbandi eru merktir millimetrar og sentimetrar.  Á enda málbands er krókur sem krækja má á brún eða leggja við þaðsem mæla á. Algengustu málböndin (1 til  8 metra löng) eru handhæg bönd úr málmi og rúllast þau inni í skel sem hægt er að stinga í vasann eða hengja á belti.  

Mörg málbönd sýna bæði metra- og imperial mælieiningar. Á myndinni hér til hliðar má sjá að sentimetrar eru fyrir neðan og imperial (tommur) fyrir ofan.


Lengri málbönd (allt að mörg hundruði metra löng) eru í strigabandi og rúllað upp á stóra rúllu.

Rennimát/skífumál

Skífumál, aðallega notað til mælinga á sívölum hlutum svo sem borum og slíku. Einnig má mæla innanmál og dýpt og síðan eru gjarnan töflur yfir stærðir bora og annað sem snertir járnsmíði á sumum þeirra. Til eru einnig skífumál með micro mælir en hann mælir minni einingar en millimeter svo sem 10. parta eða 100. ustu parta og er því mjög nákvæmur.

Rissmát

Smíðavinkill

Smíðavínkill er fjölhæft verkfæri. Við notum hann til að athuga hvort fjöl er bein, athuga og mæla horn, mæla dýpt, eða til að merkja línu samhliða brún fjalar.

Sniðvinkill/sniðmát

Sniðvinkill, notaður þegar saga skal eða hefla annað horn en 90 eða 45 gráðu horn sem eru á hefðbundnum vinklum. Þennan vinkil má stilla á hvaða gráðu sem er og því afar hentugur. Nota má gráðuboga til að stilla vinkilinn. 

Vinkill

Vinkill er notaður til að mæla eða merkja rétt horn (90°) eða 45°horn. 

Festingar

Þvingur/Klemmur

Þvingur eru algengar festingar sem auðvelt er að nota. 

Verkfæri kennarans

Kennarinn hefur aðgang og þekkingu til að nota fjölmörg verkfæri sem ekki er talið öruggt að nemendur noti, eða noti aðeins með aðstoð og leiðsögn kennara. 

Flest þessara verkfæra eru inni í vélaherbergi.

Það er stranglega bannað að nota þessi verkfæri án aðstoðar kennara.

Rafmagnshefill

Rafmagnshefill er notaður til að plana eða hefla í burtu efni. Rafmagnshefill er með tönn sem snýst á miklum hraða og heflar í burtu efni þegar heflinum er rent eftir yfirborði viðar.

Það er stranglega bannað að nota þetta verkfæri án aðstoðar kennara.

Handfræsir

Handfræsir er verkfæri til að fræsa i burtu efni eins og við og plast. Beitt fræsitönn snýst á miklum hraða og þegar hún er lögð á smíðastykkið sker hún í burtu efni. Handfræs er mest notaður til að laga og forma brúnir á vinnslustykkjum. 

Það er stranglega bannað að nota þetta verkfæri án aðstoðar kennara.

Borðsög

Borðsögin er notuð til að saga plötur og viðarborð. Vinnslustykkið er lagt á borðið og er sagað með því að ýta því að sagarblaðinu. Hægt er að stilla land borðsagarinnar mjög nákvæmlega bæði til ða saga blötur og borð í rétta lend eða til að saga með því ýmis horn á vinnlustykkin.

Það er stranglega bannað að nota þetta verkfæri án aðstoðar kennara.

Hjólsög

Hjólsög er notuð til að saga borð og plötur. Hjólsög er léttari og meðfærilegri en borðsög. Hjólsög er haldið með höndum og því getur verið erfiðara að saga nákvæmt eins og í borðsög.

Það er stranglega bannað að nota þetta verkfæri án aðstoðar kennara.

Heimildir og myndir:Haukur HilmarssonGardaskoli.issarpur.isheimasíður framleiðendaheimasíður söluaðila