Dagbókin

Dagbókin er mikilvægt verkfæri í vöruhönnun. Í dagbókina skrifum við allar okkar hugmyndir, vangaveltur, teiknum myndir, gerum aðgerðalista (todo-lista) og höldum þannig utan um alla hönnunina okkar.

Mikilvægt að muna:

Alltaf skrifa í dagbókina þegar þú ert að vinna að hugmyndunum

Alltaf að fá kvittun frá kennara eftir hverja kennslustund

Myndir hjálpa okkur að sjá fyrir okkur hugmyndir okkar og einnig að muna eftir þeim síðar meir. Því betri myndir sem við teiknum því betri verður hugmyndavinnan okkar.

Einnig má klippa myndir út úr timaritum og líma í dagbókina.

Texti

Við skrifum alls kyns texta um hugmyndir okkar í dagbókina. Því meiri texti um það sem við erum ða vinna a ðþví betra verður verkefnið.

Hugarkortið

Við teiknum upp fyrstu hugarkortin okkar í dagbókina. Oft eru gert mörg hugarkort áður en við veljum eitt sem við skilum til kennara.

Upplifunarkort

Dagbókin er í raun upplifunarkort. Í dagbókina söfnum við saman þeim upplifunum sem við viljum vinna með. Við getum þannig notað upplýsingarnar úr dagbókinni þegar við vinnum upplifunarkortið..