Fjölbraut eru "námsbrautir" í hönnun og smíði. Allir nemendur fylgja sömu hæfniviðmiðum en verkefnin eru aðlöguð að áhugasviði nemandans. Hver nemandi velur sér sitt áhugasvið og fær námsefni sem kennir grunnhandverk og fræðin í hverju fagi.
Fjölbrautirnar eru sex og hægt að fylgja þeim frá hlekkjunum hér að neðan.
Trésmíði kennir grunninn í efnisfræði, samsetningum og verkfærum. Verkefni í trésmíði eru leikföng og húsgögn. Nemandinn lærir flóknar samsetningar og formun í tré.
Vélvirkjun kennir grunninn í bifvéla og vélvirkjun. Nemendur læra virkni véla og vélbúnaðar og verkefnin eru fræðsla um virkni og unnið með vélar og vélbúnað.
Málmsmíði kennir grunninn í efnisfræði, samsetningum og verkfærum. Verkefni í málmsmíði eru box, skartgripir og listaverk úr málmum. Nemandinn lærir flóknar samsetningar og formun úr málmum.
Rafmagn kennir grunninn í eðlisfræði, búnaði og efni, og verkfærum. Verkefni í rafmagni eru að læra einfaldar rafrásir, tengja þær, bilanaleit.
Forritun kennir grunninn í forritun. Nemendur læra grunninn í forritun og vinna svo sjálfstætt í forritun eftir leiðbeiningum. Nemandi forritar hugbúnað og vélbúnað.
Hönnun kennir grunninn í teikningu og hönnun. Nemandi hanna verkefni út frá forskrift og teikna bæði á blað og í tölvu. Nemandi lærir módelgerð úr pappír og þrívíddarprentun.