Hlutir sem við hönnum og smíðum eru í mörgumstærðum. Efnið sem við notum í smíði er líka í mörgum stærðum og ekki öruggt að finna rétta stærð af efni fyrir hlutinn sem við viljum smíða.
Til að efnið á efnislagernum nýtist sem best þá þurfum við að nýta það vel. Að nýta eitthvað vel þýðir að nota bara það sem við þurfum af efninu. En það þýðir líka að við viljum að afgangurinn sem við notum ekki verði lítill sem enginn eða að hann nýtist öðrum í sínum verkefnum.
Á myndunum hér til hliðar er krossviðsefni þar sem ekki var vandað hvernig efnið var notað. Búið er að saga út úr miðju efnisins í stað þess að nýta frá endunum.
Að nýta frá endunum er að saga út efnisbútinn eins nálægt enda eða brún.