Klaufhamar er algengasti hamar í smíði. Nafnið er dregið af klauf öðru megin á hamarshausnum en klaufin er notuð til dæmis til að draga nagla úr timbri. Kaufhamrar eru til í nokkrum þyngdum.
Rétt er að halda um handfangið.
Rangt er að halda um skaftið, eða halda of framarlega. Þá verður höggið sem hamarinn veitir og veikt og beyta þarf meira afli til að negla. Einnig er erfiðara að hitta naglann á höfuðið
Stálhamar frá 17 öld.
Fornleifafræðingar hafa grafið upp 3.3 milljóna ára gömul verkfæri sem svipar til hamarsins. Þetta voru steinar með beittri brún eða egg og notaðir til að veiða, höggva og skera.
30.000 árum fyrir krist finnast fyrstu merki um hamarinn eins og við þekkjum hann. Handfang úr tré eða beini er bundið við stein með leðurreimum, vínvið, sinum eða hári.
3000 árum fyrir krist urðu næstu kaflaskil í sögu hamarsins. Þá fóru menn að gera hamarshausa úr málmum í stað steina. Fyrst voru málmarnir brons og kopar en með aukinni þekkingu urður hálmar harðari og slitsterkari. Á elleftu öld var byrjað að nota járn og stál og um og eftir árið 1500 var stál orðið algengt.
Í upphafi iðbyltingarinnar (1760-1870) voru málmar í hamarshausum hertir og nútímahamarinn varð til.