5 bekkur

Fimmti og sjötti bekkur læra allt um plast og plastefni. Við kynnum okkur hvernig plast verður til, hvernig það er notað, og að lokum hvernig það er endurunnið.


Hæfniviðmið Hönnun og smíði – 5. bekkur

-Valið og notað á réttan hátt helstu verkfæri og mælitæki. 

-Hannað og smíðað verkefni sem nýtir orkugjafa og lýst því hvaða virkniþættir eru að verki í ýmsum hlutum.

-Útskýrt réttar vinnustellingar og valið viðeigandi hlífðarbúnað.

-Útskýrt hugmyndir sínar með því að rissa upp málsetta vinnuteikningu.

-Valið samsetningar og yfirborðsmeðferð sem hæfa verkefnum.

-Útskýrt hvernig hægt er að endurnýja og flokka efni sem fellur til í smíðastofunni.

-Sýnt ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði.

Við notum alls kyns efni við smíðar og hönnun. Til dæmis viður, málmar og plast.

Lestu meira um efnin okkar

Allt sem þú þarft að vita um teikniforritið okkar

Smíðaverkefni

Hópaverkefni - Hannaðu og smíðaðu bíl sem knúinn er af orkugjafa, til dæmis úr gúmmíteygju eða lofti úr blöðru.

Efni bílsins skal að mestu vera endurunnið efni frá heimilinu eða umhverfinu.

Keppt verður í kappakstri í lok verkefnisins.

Among Us kall

Among Us kallinn er smíðaður úr trékubbum og límdur saman. Það tekur um það bil 80 mínútur að búa til einn kall.

Hannaðu og smíðaðu púsl sem stendur.