Hæfniviðmið Hönnun og smíði – 8. bekkur
-Valið aðferðir, efni og verkfæri við hæfi og sýnt rétta og ábyrga notkun verkfæra.
-Unnið sjálfstætt eftir Verkáætlun og vinnuteikningum, útbúið efnislista og reiknað kostnað.
-Beitt viðeigandi vinnustellingum og notað réttan hlífðarbúnað og fjallað um vinnuvernd og hvers vegna reglur þar að lútandi eru settar.
-Unnið sjálfstætt, sýnt frumkvæði og fylgt fyrirmælum.
-Sýnt frumkvæði í góðri umgengni og frágangi á vinnusvæði.
4 Reglur smíðinnar
Skipulag. Óskipulag er einn af göllum smíðavinnunnar. Það að vita bara nokkurn veginn, eða jafnvel ekki neitt, hvað við erum að fara að vinna að gerir vinnu okkar óskýra og óskipulagða. Við teiknum hugmyndinar okkar, veljum efni, ákveðum hvernig hugmyndirnar eru smíðaðar og settar saman.
Tími. Hraði er einn af óvinum handverks- og smíðavinnu. Kæruleysi, stress og óþolinmæði eykur ekki bara líkur á slysum heldur eykur líkur á mistökum. Það eru líka miklar líkur á að smíðastykkin okkar verði ekki falleg, og jafnvel ónothæf.
Öll vinna tekur tíma. Því betur sem við nýtum tímann sem við höfum því fleiri tækifæri höfum við til að vanda til verka. Við nýtum því timann okkar vel til að gera smíðastykkin okkar góð.
Vandvirkni. Hugsanaleysi er annar af okkar helstu óvinir í smíðavinnu. Þess vegna gefum við okkur tíma til að hugsa um vinnuna sem við erum að vinna. Fylgjumst með verkfærunum vinna, horfum á eigið handverk og verum vandvirk.
Gæði. Illa samsett og illa formuð smíðastykki eru nærri undantekningalaust léleg í gæðum, og geta orðið verðlaus í okkar augum og annarra. Þess vegna skipuleggjum við okkar, gefum okkur tíma, og vöndum til verka því þá eru mestar líkur á að smíðastykkin okkar verði falleg og endingargóð.
Skiltið smíðað og mynd brennd á það með laser
Gestabók úr tré með útskorinni kápu og bundnum blaðsíðum
Allt sem þú þarft að vita um teikniforritið okkar