Skiltagerð sameinar listahæfileika, grafíska hönnun, trésmíði og brennimerkingar með laser.
Á þessari síðu verður farið yfir hvernig þetta "Heima er best" veggskilti var hannað og síðan búið til úr tré.
Teiknað í iPad
Myndin sem var notuð var teiknuð í Sketchbook í iPad. Þegar myndin var tilbúin var hún send í tölvupósti til smíðatölvu skólans og hún opnuð í Inkscape. Í Inkspace var lokaútgáfan lagfærð og réttar stærðir settar inn. Að lokum var myndin vistuð sem PDF skjal.
Brennt með laser
PDF útgáfan af myndinni var opnuð í Acrobat reader. Það að er myndin prentuð með laser.
Ýtt er á control-P eða file/print.
Fyrsta útgafa brennd á pappír
Til að tryggja að myndin brennist á réttan stað á viðinn er fyrst búin til tilraunastykki. Pappaspjald er skorið eða klippt í nákvæmlega sömu stærð og viðarfjölin, pappaspjaldið sett í lesaerinn og síðan er myndin brennd á pappírinn.
Ef það þarf að gera breytingar er það gert núna, áður en viðarfjölin er sett í laserinn.
Laserbrennsla undirbúin
Þegar allt er tilbúið er viðarfjölin sett í laserinn og gætt að því að hæðin undir laserinn sé nægjanleg. Stundum er mikill hæðarmunur á þunnu pappaspjaldi og á þykkri viðarfjöl og því þarf að lækka vinnuborðið inni í lesernum til þess að hann klessi ekki á viðarfjölina.
Brennt á viðarfjöl
Þegar allt er tilbúið er myndin brennd á viðarfjölina.
Gætið þess að útblásturinn sé tengdur og blási öllum reyk og ólykt út úr skólastofunni.