Tinkercad þrívíddarteikning

Þrívíddarhönnunarforritið okkar heitir Tinkercad og er opinn hugbúnaður frá Autocad. Tinkercad er sérstaklega hannað fyrir unga hönnuði á öllum aldri og er einstaklega auðvelt að nota.

Hér á þessari síðu hef ég safnað saman kennslumyndböndum sem hjálpa okkur að læra að hanna og teikna í Tinkercad.

Innskráning:

Við höfum tvær leiðir til að skrá okkur inn á Tinkercad vefinn. Fyrri leiðin er að opna heimasíðu Tinkercad -Tinkercad.com - eða hlaða niður Tinkercad Appinu í gegnum App Store.

Þegar við erum á forsíðu Tinkercad, annað hvort í Appinu eða á heimasíðunni, þurfum við að skrá okkur inn með því að smella á græna hnappinn  Join your class

Við skráum auðkenninúmerið sem kennarinn sýnir okkur og þurfum svo að skrá gælunafn (nickname) sem kennarinn gefur þér.

Þegar við erum komin inn getum við hafist handa.

Helstu aðgerðir í Tinkercad:

Hér að neðan eru hlekkir á leiðbeiningar fyrir helstu aðgerðir í Tinkercad. Hver hlekkur leiðir þig inn í Tinkercad forritið þar sem þú færð leiðsögn.

Smelltu á myndina eða textann undir myndinni til að skoða leiðbeiningarnar.

Fyrstu skrefin

Smelltu á myndbandið til að heyra og sjá helstu skipanir og hreyfingar í Tinkercad.

Sækja form

Sækja form

Smelltu og dragðu formið sem þú vilt nota inn á vinnuborðið. 

Sjónarhorn 

Sjónarhorni breytt

Kassinn efst í vinstra horninu snýr teikningunni okkar. Smelltu á kassann og dragðu í þá átt sem þú vilt snúa teikningunni þinni. 

Færa 

Færa hluta teikningarinnar til

Smelltu á hlutinn sem þú vilt færa og dragðu í þá átt sem þú vilt færa hlutinn

Snúa

Snúa hluta teikningarinnar 

Við valinn hluta teikningar eru örvar. Með því að smella á ör er hægt að snúa hlutum um valdar gráður.

Æfingar

Skýringarmyndbönd með verkefnum sem þú getur prófað að teikna í Tinkercad

Teikna kassa og gat fyrir lyklahringinn

Setjum texta á lyklakippuna

Lyklakippa

Hannaðu og teiknaðu þína eigin lyklakippu í Tinkercad forritinu. 

Kúlukubbur

Leiðbeiningar yfir hvernig við teiknum 50mm kubb með lausri kúlu innan í.

10 trix í Tinkercad

Smelltu á myndina til að horfa á myndband um 10 einfaldar aðgerðir í Tinkercad. (Myndbandið er á ensku)

Flugvél

Smelltu á myndina til að horfa á myndband um hvernig við teiknum flugvél í Tinkercad. (Myndbandið er á ensku)

Karlar í borðspil 

Smelltu á myndina til að horfa á myndband um hvernig við teiknum kalla í borðspil með Tinkercad. (Myndbandið er á ensku)