Formun - Uppbygging efna

Þegar við formum hönnun okkar og hugmyndir úr efni þá ýmist fjarlægjum við efni með efnistöku, eða byggjum hlutina okkar upp með uppbyggingu.

Uppbygging er þegar við bætum við efnum eða hlutum sem síðar verða að smíðastykkinu okkar. Einfalt dæmi er að hús er samsett og byggt úr mörgum hlutum. Snaginn sem við smíðum í fyrsta bekk er samsettur úr tveim hlutum, plastsnaga sem skrúfaður er á tréplötu. Spitfire flugvélin sem við smíðum á miðstigi er samsett úr mörgum tréplötum sem búið er að efna niður.

Glæra um byggingu smíðahluta

Glærurnar fjalla á almennan hátt um hvernig smíðahlutir eru byggðir upp með ýmsum hætti.

Glærurnar eru sóttar á vef Twinkl.co.uk og þýddar af höfundi vefsvæðisins.

Bygging viðar.pptx

Samlíming

Ein fyrsta aðferð uppbyggingar sem við lærum er að festa tvo hluti saman með trélími.

Negling

Algeng og einföld leið til að festa tvo hluta saman er með nöglum.

Skrúfur

Algeng leið til að festa hluti saman er með skrúfum. Til eru margar gerðir af skrúfum sem við getum notað við samsetningar. Tréskrúfur og maskínuskrúfur eru algengastar í smíðastofunni okkar.

Þú getur lært helling um skrúfur í kaflanum um Skrúfur

Samskeyti

Önnur aðferð við uppbyggingu eru samskeyti

Mótun

Mótun er algeng leið til uppbyggingar. Þekktasta mótunin í umhverfinu okkar eru steinsteypt hús en ef við lítum betur í kringum okkur má finna fjölmarga mótaða hluti eins og ýmis heimilistæki, glös og diskar, leikföng, og verkfæri úr plasti, gúmmí og málmum. Mótun fer fram með ýmsum leiðum eins og að bleyta gifs, steypu og leir með vatni, með efnahvörfum eða efni eins og málmar og plast eru brædd/hituð og mótuð áður en þau kólna aftur.

Samsuða, bræðsla og lóðun

Auðvelt er að sjóða, eða bræða, málma saman og einnig plastefni. Mörg efni hafa bræðslumark, en það þýðir að við upphitun í ákveðið hitastig bráðnar efnið og storknar aftur þegar það kólnar niður fyrir bræðslumarkið. Þekkt dæmi um þetta eru málmar og plastefni.