Formun - Efnistaka

Tvær aðferðir eru notaðar í smíði og hönnun til að forma þær hugmyndir og hönnun sem við erum að vinna að, efnistaka og uppbygging.

Efnistaka er þegar við fjarlægjum efni til að forma verkefnin okkar.

Uppbygging er þegar við setjum saman efni til að forma verkefnin okkar. Um það er fjallað í kaflanum um uppbyggingu.

Í þessum kafla fjöllum við um efnistöku, hvernig við fjarlægjum efni til að ná því formi sem við höfum ákveðið eða hannað.

Glæra um efnistöku

Í þessum glærum er farið almennt yfir algeng verkfæri sem notuð eru til efnistöku.

Efnistaka.pptx

Efnistaka með höndum

Sögun

Algengasta aðferðin við að fjarlægja efni er með sögun. Við sögun notum við sög, verkfæri með tenntu blaði, og efnum vinnslustykkin niður í tvo eða fleiri hluta.

Hægt er að saga flest efni sem við vinnum með en gæta þarf að því að velja rétta sög fyrir rétt efni. Trésög sagar ekki málma og málmsög sagar ekki tré. Læra má að velja rétta sög í kaflanum um sagir.

Fyrsta verkfærið sem við lærum að nota til efnistöku er laufsögin. Við fáum þunnan krossvið og sögum út úr honum lítinn ferning. Þannig fjarlægjum við þennan ferning úr krossviðsplötunni.

Við sögum flest efni en gæta þarf að því að velja rétta sög fyrir rétt efni.

Forsögun

Forsögun er þegar við sögum efni í minni eða viðráðanlegri stærðir.

Forsögun er til dæmis þegar við sögum stórar plötur niður í minni einingar með plötusöginni.

Einnig er bandsögin notuð til að forsaga stærri efnisbúta niður.

Við notum líka handsög, bakkasög eða geirungssög til að forsaga efnið okkar niður.

Við sögum flest efni en gæta þarf að því að velja rétta sög fyrir rétt efni.

Formsögun/útsögun

Formsögun eða útsögun er þegar við sögum efnið okkar til og formum útlitið með efnistöku. Algengustu formsögunarverkfærin eru laufsögin, japönsk sög og tifsögin, sem er rafknúin sög fyrir 5. bekk og eldri.

Við sögum flest efni en gæta þarf að því að velja rétta sög fyrir rétt efni.

Tálgun

Tálgun er efnistaka. Þá skerum við og tálgum í burtu efni og formum vinnslustykkið okkar með sérstökum tálguhníf. Við lærum sérstaka tálgunartækni í smíðastofunni, aðferð sem ég kalla sænsku aðferðina, en hún er mjög örugg og auðvelt að læra.

Í smíðastofunni lærum við að tálga úr viðartegundum.

Útskurður

Útskurður er efnistaka. Þá skerum við efni í burtu með sérstökum skurðarjárnum og formum útlit og myndir í vinnslustykkið okkar.

Í smíðastofunni lærum við að skera út úr viðartegundum.

Skurður og klippur

Við skerum þunn efni eða klippum í þau form sem við kjósum. Algengt er að skera og klippa blöð og pappír og textílefni. Við klippum þunna málma og mjúk plastefni.

Borun

Við notum bora til að gera sívöl (kringlótt) göt og holur í efni. Borar eru almennt flokkaðir eftir notkun þeirra og í hvaða efni á að bora.

Lestu meira um borun hér

Efnistaka með vélum

Algengast er að nota rafknúin verkfæri og annað hvort stýra verkfærinu í gegnum efnið eða færa efnið í gegnum verkfærið. 

Dæmi um hvernig við stýrum verkfærinu í gegnum efnið er þegar við sögum með hjólsög. Þá ýtum við hjólsöginni í gegnum smíðaefnið til að saga það í sundur. Smíðaefnið er fast á einum stað en verkfærið er á hreyfingu.

Dæmi um hvernig við stýrum efninu er þegar við sögum í tifsög. Þá ýtum við og snúum smíðaefninu, en tifsögin er kyrr á einum stað.

Tölvustýrð efnistaka

Ýmsar vélar eru notaðar til þess að fjarlægja efni. Tölvustýrðar smíðavélar fjarlægja efnið með sérstökum skerverkfærum, svokölluðum fræsitönnum. 

Í stað þess að hreyfa vélina með handafli eru vélarnar tölvustýrðar, eru í raun vélmenni sem smíða fyrir okkur.