Bor er verkfæri sem við notum til að skera göt eða holur í efni. Borar eru sívalir með beittri egg sem slípuð er í odd.
Þrjár tegundir af borum eru í smiðjunni okkar. Spíralborar, dósaborar, og spaðaborar
Borar eru hannaðir til að gera göt eða holur i ýmis konar efni.
Allir spíralborar hafa egg, spíral, og legg.
Egg er beitti hluti borsins og sker í efnið.
Spírall er snúið holrými og efnið sem við fjarlægjum fer upp þennan spíral.
Leggur er hlutinn sem við festum í borvélina.
Við erum með þrjár útgáfur af spíralborum. Trébor til að bora í tré, Stálbor til að bora í málma, Steinbor til að bora í stein og keramík.
Tréborar eru með litlum oddi sem hjálpar okkur að miðja borinn (staðsetja borinn) og bora í gegnum tré.
Trébora má ALDREI nota til að bora í málma eða stein.
borar eru með stórum oddi sem hjálpar okkur að miðja borunina í málma.
Stálbora má ALDREI nota til að bora í stein.
Steinborar eru með hertum tönnum sem mylja steininn.
Steinbora má ALDREI nota til að bora í málma.
Spaðaborar eru með litlum oddi til að stýra í gegnum tré og breiðum tönnum til að skera stór göt í tré.
Spaðabora má ALDREI nota til að bora í málma eða stein.
Dósaborar eru með miðjubor til að stýra bornum og stórum bor með mörgum litlum tönnum. Dósabor vinnur eins og sög og sagar götin í tré.
Sérstakir dósaborar eru fáanlegir til að bora í tré, málma eða stein. Allir okkar dósaborar eru fyrir tré og á ALDREI að nota í málma eða stein.