Sög er yfirleitt úr blaði, vír eða keðju með hörðum tönnum. Sög er notuð til að skera í gegnum efni eins og tré, málma eða stein og jarðefni. Efnisskurðurinn er kallaður sögun, eða að saga.
Sögun: að setja tannbrúnina upp að efninu og færa sögina fram og til baka. Þennan kraft má beita með höndunum eða knúinn af gufu, vatni, rafmagni eða öðrum aflgjafa. Margar sagir snúa eða færa sagarblaðið bara í eina átt.
Tennur í sög eru slípaðar þannig að þær stinga sér inn í efnið þegar við færum sögina áfram en dragast eftir efninu þegar við drögum sögina til baka.
Sagartennur eru ýmist fínar eða grófar. Fínar tennur eru litlar til að saga fínan skurð. Grófar tennur eru stórar til að saga grófan skurð.
Handsög er með um það bil átta tennur á hverja tommu (2.54 sm.). Tennurnar eru settar, það þýðir að þær eru beigðar til hliðanna og þannig verður raufin breiðari en sagarblaðið. Það kemur í veg fyrir að sögin festist þegar við erum að saga.
Laufsögin okkar og tifsögin eru báðar með fínar tennur sem snúa niður þannig að sagarblaðið sker þegar það fer niður.
Bandsögin og borðsögin eru með grófu hringlaga blaði. Það þýðir að sagarblaðið fer alltaf í eina átt.
Fyrstu merki um sagir eru meira en 5000 ára gömul. Frummaðurinn notaði skeljar, steina og tennur með beittri og rifflaðri egg til að skera og stinga á efnivið og kjöt og matvæli. Fundist hafa Egýpskar koparsagir í 3000 ára gömlum grafhýsum.
Það er til mikið úrval af sögum og eru þær hannaðar til ýmissa mismunandi verkefna.