Lichtenvoorde í Hollandi, 1. október 2025
Útgöngumiðar (e. exit ticket) eru einföld kennsluaðferð sem kennarar geta notað til að fá upplýsingar frá nemendum um stöðu þeirra í náminu. Útgöngumiðar nýtast líka sem endurgjöf frá nemendum til kennara um hvað virkar vel í námi og kennslu og á hvaða sviðum kennarinn þarf að breyta til eða hjálpa meira.
Útgöngumiðar geta gegnt mikilvægu hlutverki í leiðsagnarmati sem er áhrifaríkast þegar kennari vinnur markvisst að því að safna og hlusta á endurgjöf frá nemendum. Endurgjöf frá nemendum fjallar bæði um stöðu þeirra í náminu en líka um viðbrögð þeirra við kennslu kennarans, hvað hjálpar þeim að læra og hvað þeir myndu vilja að kennarinn geri til að hjálpa þeim betur.
Hvað lærðir þú í kennslustundinni?
Stuttur útgöngumiði í lok kennslustundar
Útgöngumiði við lok þreps í málebru
Stuttar opnar spurningar í lok tíma
Nemandi spyr spurningar í lok tímans
Dæmi um útgöngumiða með efnislegum spurningum tengdum námsþáttum sem nemendur eru að læra má til dæmis finna á Kennaravef málebru, námsefni í algebru og málfræði. Kennaravefurinn er lokaður en hægt er að sækja um aðgang með því að senda tölvupóst á umsjónarmenn:
Brynhildur Sigurðardóttir (málfræði): brynhildur70@gmail.com
Heiða Björg Árnadóttir (algebra): heida.b.arnadottir@stapaskoli.is
Stutt myndband frá Edutopia þar sem kennarar segja frá reynslu sinni af því að nota útgöngumiða. Kennararnir nota bæði pappírsmiða sem nemendur skrifa á og stafræna miða sem nemendur skila á netinu.
Ástralskur kennari lýsir nokkrum einföldum leiðum til að byrja að nota útgöngumiða.